Ljósberinn - 01.05.1936, Blaðsíða 4
90
LJÖSBERINN
I
Fyrsta kristna konan.F
Og kona nokkur, guöhrædd,
Lýdía að naini, úr Pýatiru-
borg, er seldi purpura, hlýddi
á, og opnaði Drottinn hjarta
hennar, svo að hún gaf gauin
að ræðu Páls.
Lýdía, er fyrsta kristna manneskjan
í Norðurálfu, sem við þekkjum að nafni.
Hún var trúrækin. En þegar Páll kom
og vinir hans settust við ána, þar sem
bænahúsið var, og töluðu við hana, þá
opnaði Drottinn hjarta hennar, svo að
hún gaf gaum að orðum þeirra,
Hún var trúrækin — og varð kristin.
Það er sem sé tvent harla úlíkt. Trú
margra manna innan kristninnar er
ekki annað en einskonar trúrækni. Við
dýrkum Guð í náttúrunni, segja þeir;
við álítum Guð kærleiksríkan föður; við
tilbiðjum ha,nn líka á okkar hátt; við
áköllum hann, er neyð ber að höndum,
og við erum þakklátir fyrir forsjún hans.
Þetta er ekki kristindúmur. En hvers
er þar vant? Það er sagt um Lýdíu, að
Drottinn opnaði hjarta- hennar. Það er
pað, sem með þarf, Kristindúmurinn er
mál hjartans. Hjartað verður að opna
sig fyrir Jesú og taka fagnandj á móti
náðartilboði hans.
Þess vegna sjáum vér líka, að nýtt
lif með nýjum kristilegum dygðum kem-
ur í ljús hjá Lýdíu. Því að eftir að hún
hafði verið skírð, bað hún og sagði: »Ei
þér álítið mig trúa Drotni, þá gangið
inn í hús mitt og takið þar dvöl.« Auð-
mýkt, trúlyndi og kœrleikur til vina
Drottins eru blóm, sem vaxa í helgum
jarðvegi á akri náðarinnar.
Lýdía öðlaðist trúna af samtalinu viö
Pál og vini hans. Það er gott og bless-
unarríkt að tala við trúaða menn um
þá hluti, sem heyra guðsríki tiL
Olf. Ric, Á, Jóh.
1 verstöð einni á vesturströnd Jút-
lands bjó fiskimaður, sem Ma,de Thom-
sen hét. Kvæntur var hann, og hét kona
hans Karen. Þau áttu þrjú börn. Tvö
þau elztu. voru farin að heiman til að
vinna fyrir sér, en yngsti sonurinn var
enn heima hjá foreldrum sínum. Hann
var á fermingaraldri, og hét hann Ant-
on. Hann var dugandi drengur og vænn
álitum, fagureygur og ljós að yfirbragði.
og allt hátterni hans djarfmannlegt og
einart.
Vetrarkvöld nokkurt, þegar foreldrar
hans ræddu um framtíð drengsins
þeirra, sagði Mads við son sinn: »Þú erfc
léttur í lund, sonur minn, en betur færi,
að það skaplyndi þitt leiddj þig eigi til
léttúðar. Það er of lítið um kjölfestu í
fari þínu. Gættu þess að sigla á réttum
kili, þegar þú brátt leggur frá landi út
í veröldina. Þá ríður á að spýta í lóf-
ana og taka föstum tökum, svo tíminn
fari eigi til ónýtis.«
»Þá ríður einnig á, að þú hafir Guð
í stafni hjá þér. Bið þú og vinn,« bætti
móðir hans við. »Já, bæn og vinna er
bezta kjölfestan,« sagði faðir hans og
kinkaði kollL
Þennan vetur fekk Anton léðar marg-
a.r bækur í búkasafni sóknarinnar, er
fjölluðu um ferðalög og æfintýraleið-
angra, Var honum mikil nautn að lestri
þeirra. En þær frásagnir, er dýpst hrifu
hann, voru, sögur Marryats skipstjóra.
Hann óskaði sér, að hann einhverju sinni
mætti verða þátttakandi í slíkum at-
burðum og athöfnuro sjómannsins.
Því var það, að eitt sinn, þegar for-
eldrar hans spurðu hann, á hvern hátt