Ljósberinn - 01.07.1936, Blaðsíða 4
150 LJÖSBERINN
:; V A L D A
h-‘
Guð á vald í himnunu.ni. þa/1 vitum
við. Alljr heilagir englar hans eru þjón-
ar han,s. »Drottinn herskaranna« er
hann kallaður.
En Jesús segir: »Mannsson,ua'inn hefir
vald á jörðm. Pað hafði hann, þegar
hann gekk á þessari jörð, ásamt vinum
sínujn, ög sömu slóðir og þeir — og var
sannur maður,.
Petta vald hefir hann enn. Hann er
eins lifandi og þá: Honum er gefið alt
vald á himni og jörðm Það hefir hann
sjálfur sagt.
En tii, hvers notar hann þetta vald?
Til frelsis. N,afn hans er »Jesús« og það
þýðir vitanlega Frelsari. Og vér munum
öll fá að sjá það, eins og sjúki maður-
inn og vinir hans — sem allir trúðu.
Farísearnir, sem ekki vildu trúa, fengu
líka að sjá það.
I textanum stendur: »Jesús sá«. Hann
sá, að það sem mest af öllu, þjáði sjúka
manninn, það var synd hans.
Pað er gerlegt að bera sjúkdóm. Það
er mögulegt að bera sorg. En það er
ógerlegt og ómögulegt fyrir mannsbarn-
ið að bera synd sína, Pess vegna var það,
JORÐU. \
▼▼▼▼▼▼▼▼▼VTTTTTTTttt
að þassi hamingjusnauði maður varð
gæfumaður, þegar Jesús sagði við hann:
»Syndir þinar eru þér fyrirgefnar«.
Syndina, sem gert hafði samvizku
hans sjúka, tók Jesús frá honum.
Börn vita vel hvað synd er. Synd, sem
getur kvalið og þjáð börnin svo, að þau
þora ekki að horfast, djarflega og ást-
úðlega, í augu við pabba sinn og
mömmu. Synd, sem gerir samvizkuna,
sjúka og vansæia,
Börn, geta skilið hinn dásamlega fögn-
uð, hina óiumræðilegu sælu, ,sem ljóm-
aði í hjarta sjúka mannsins þegar Jesús
veitti honum fyrirgefningn. »Hann gek'lc
heim og lofaði Guð«. Víst var það dá-
samlegt, að hann gat gengið — og borið
fléttuðu mottuna, sem var sængin, hans.
En dásamlegast af öllu var það þó,
hvað hann var léttur í lund, hvað hjarta
hans var glatt, af því að synd hans var
fyrirgefin.
Pað er öldungis einn, sem hefir þao
vald á jörðu — Jesús. Hann getur tekið
burtu synd, og hann gerir það, ef við
komum til hans — og trúum honum
og treystum.