Nýtt kirkjublað - 08.01.1907, Síða 8

Nýtt kirkjublað - 08.01.1907, Síða 8
i NÝTT KIRKJUBLAB. stendur við hurðina og drepur á dyr, verði henni farsældar- ár, verði henni framfaraár til meira sjálfstæðis og meiri jijóð- þrifa, Guð gefi að eining landsmanna megi fara vaxandi, en sunarungarandinn eyðast. Guð gefi að öll þau frækorn, sem sáð er til samlyndis, megi þróast og bera hundraðfaldan á vöxt, en alt sundurlyridisins eitraða útsæði visna og deyja. 0 að þjóðin öll mætti nota nýja árið vel, ó að hún mætti heyra, að farsældar-ár hrópar nú til hennar: „Sjá, ég stend við hurðina og drep á dyr“. 0 að það mætti birta yfirþjóð vorri! Að lokum aðeins þetta: Einu sinni var Iítill drengur. Mamma hans var farin langt í burt frá honum, og það var í fyrsta sinn á æfinni að hann fann til þess, að hann var eitthvað einmana um fram það, er hann hafði verið vanur; því að hann vantaði hana mömmu sína. Þegar hann háttaði á kvöldin var hann hljóð- ari en hann var vanur. Og þegar hann var búinn að lesa kvöldbænina sína og biðja guð að lofa henni mömmu sinni að koma heim aftur, þá bað hann pabba sinn aö halda í höndina á sér á meðan hann sofnaði. Og þegar pabbi hans gjörði það, sofnaði liann ávalt rólegur. Kæru tilheyrendur! Vér eigum öll ástríkan föður, og hann er svo máttugur, að hann getur haldið i höndina á oss öllum. Ef samband vort við hann er orðið eins og hann þráir að það verði og eins og oss er hollast að það verði, þá biðjum vér hann að halda í höndina á oss, og þá sofnum vér róleg, bæði í kvöld og öll ólifuð æfikvöld, og svo þegar dauðinn drepur á dyr og síðasta æfikvöldið kemur þá getum vér sagt: „Himneski faðir, fyrst ég má halda í höndina á þér, þá sofna ég rólegur". Amen. í ensku skólalífi. Hið góðfræga enska tímarit, sem kennir sig við 19. öld- ina („The XIX Centuryand after“), hefir nýskeð flutt mjög

x

Nýtt kirkjublað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.