Nýtt kirkjublað - 08.01.1907, Síða 9

Nýtt kirkjublað - 08.01.1907, Síða 9
NÝTT KIRKJUBLAÐ. 5 svo læsilega grein um uppeldið enska viS mentaskólana og háskólana. Greinin heitir „The training of an english gentle- man in the public schoolsi!. Höfundurinn er enskur biskup, Welldon að nafni, en áður fyr var hann meistari við einn helzta mentaskólann þar í landi, og flutti hann þetta erindi í vor sem leið, austur í Japan. Fæstir eru þeir hér á landi, sem kost eiga þess að sjá og lesa tímaritið, sem í er vitnað, en mörgum mun þykja fróðleikur og skemtun að fá eylítinn smekk þess. er enski meistarinn hefir að segja um þetta vandaverk, að temja úr ungum folum þá nianngæðinga, er risið geta undir hinu veg- lega nafni. Enska orðíð „gentleman“ er illþýðandi. Bezt er um slík orð, að fara að loflegu dæmi feðra vorra, og auðga mál og hugmyndir með því að taka þau blátt áfram í íslenzkum búningi, en þó því að eins að svipurinn og hreimurinn sé þá íslenzkur á eftir, en svo verður eigi um þetta orð, það verður engin íslenzka á því, hvorki í sjón né heyrn. Göfug- menni, prúðmenni, drengskaparmaður, sæmdardrengur og sitl hvað íleira væri eitthvað í áttina. Merking orðsins er „mað- ur (vel) ættaður“, og manni kemur til hugar orðið „fyrirmað- ur“, í fornri merkingu eitt og hið sama og yfirburðamaður, og til skiluiugs á „fyrirmanns“-hugmyndinni festir maður sjónina aðallega á mannkosta yfirburðunum. Höf. bendij' á, að það sé nokkuð sérkennilegt fyrir skól- ana ensku að láta það sitja í fyrirrúmí að vekja drengskap- arlundina og viljakjarkinn, en sjálf fræðslan sitji oft fremur á hakanum, og sé veigaminni en gerist í ýmsum öðrum löndum. Og einmitt þessu þakkar hann hvað mest, að Eng- lendingar hafa um langan aldur verið slíkir yfirburðamenn, Þeir hafa lært fyrir lífið Hann hefir aðallega fyrir augum, gömlu háskólana ensku, Cambrigde og Oxford, þar sem námsmenn eiga beint heimili sitt um námstímann, hver hópur fyrir sig á stúdenta-garði með sjálfsstjórn fyrir sig, en þó undir eftirliti háskólastjórn- arinnar. I annan stað talar bann um þá eina lærða skóla, sem vér mundum nefna heimavistarskóla, þar sem skóla- meistari og kennarar ganga sveinum í foreldra stað, Þá skóla telur hann sérkennilega íyrir enska uppeldið. Þær

x

Nýtt kirkjublað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.