Nýtt kirkjublað - 08.01.1907, Síða 12

Nýtt kirkjublað - 08.01.1907, Síða 12
8 NÝTT KXKBJUBLAÐ. „lftgblýðniu (loyalty). Og lftghlýðnis-lundin hún skapast bezt við það að bera fult traust til skólasveina. Frá ensku sjón- armiði er pað höfuðsynd, sem eigi verður fyrirgefin, að lesa bréf pilta, eða hlera til samtals þeirra, eða yfir höfuð að hafa úti nokkrar njósnir um framferði þeirra. Eg hefi heyrt þess getið að skólameistari einn hafi verið grunaður um þnð, að hann vœri að athuga leiki pilta i sjónauka. Eg vona og ætla að sagan sé ósönn. En það sat mjftg lengi í pilluni. Einkennileg lftg eru um pað i opinberu skólunum, þótt óskráð séu, hvernig sambandið á að vera á milli skólameist- ara og sveina svo að vel sé: Til dæmis að taka má skóla- meistari eigi spyrja svein um orð og gjftrðir skólabræðra lians. Eigi má hann heldur halda rannsókn yfir pilti um eigin gjftrðir, og skyldi koma til ]>ess að hann legði þá spurning fyrir pilt, hvort hann nú hefði gjftrt það eða það, þá má meistari eigi fella piltinn á sinni eigin játningu með því að refsa hou- um á eftir. Eigi má heldur skólameistari — nema um ein- liver fátið og stórkostleg afbrot sé að ræða — leita sftnnun- argagna gegn piltum hjá þjónustufólki við skólann. Alt slíkt háttalag færi með traustið. Meistarinn verður að vera réttlátur. Hrottaskap og hörku geta sveinar fyrirgefið, en ranglæti og hlutdrægni fyrirgefa þeir ekki . . . Um fram alt annað, þá verður hann að taka það trúanlegt sem pilturinn segir. Segi sveinninn það svo að vera, þá er það rétt; meistarinn trúir honum alveg hiklaust. Það er betra, og svo stórum betra, að það geti komið fyrir endur og eins, að piltur geti konfið sér úr klíp- um, með því að gjftra svo lítið úr sér að fara með ósannindi, heldur en að vantrausts-andinn komist inn í skólann nfilli meistara og sveina. Skólapiltar dæma hart um hvern þann félaga sinn, er fer með lýgi. Það alnienningsálit bregst eigi, þegar skólameistari ætlar þeim það drenglyndi, að þeir aldrei segi annað en satt. Stanley prófastur reit æfisftgu dr. Arn- olds, og segir hann þar frá því, að Arnold hefði tekið fram í hjá piltunum, þegar þeir voru að færa sannanir á mál sitt: „Ur því þú hefir sagt mér það, þá þarf engra sannana við; eins og ég trúi þér ekki“. Og Stanley bætir því við, að af þessu hafi það leitt, að enginn vildi láta sig þá skömm henda að segja Arnold ósatt, — af því að hann ávalt trúði orðum pilta“.

x

Nýtt kirkjublað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.