Nýtt kirkjublað - 08.01.1907, Side 13

Nýtt kirkjublað - 08.01.1907, Side 13
NÝTT KIRKJUBLAÐ 9 „Betra er véltum aS vera, en engum að trúa“, segir ís- lenzka spakmælið, og er hugsunin öll hin sama og hjá bisk- upinum enska. „Enskur fyrirmaður getur aldrei farið með Iýgi, hann á það ekki til“. Það er trúarsetning sem breytt er eftir í op- inberu skólunum. Öllum félagsskap við sæmdardrengi er sjálflokað með ]>ví að gjftra sig sekan í lýgi. Það er alveg ómögulegt að meta það, hve heillaríkur siðgæðiskraftur og hve mikið aðhald einmitt felst í því. Hftf. fer svo nokkrum orðum um líkamlegu refsingarnar í skólunum — keyrishftggin. „Talið svo sem sjálfgefið, að þeirra þurfi með við enskt uppeldi“. Hann segist hvorki vilja verja né víta slíkar refsingar, og bætir því við, að hann muni eigi heldur vera talinn óhlutdrægur dómari i þeirri sftk, þar sem hann hafi sjálfur svo þráfaldlega lagl á slíkar refs- ingar. Vaninn veldur því, að refsingin sjálf þykir eigi svo mikil óvirðing, og sveinum er oft mjftg vel til þeirra skóla- meistara, sem harðast hirta. En hjá ftllum almenningi fer óhugurinn vaxandi á því að láta drengi sína verða fyrir slíkri refsingu, og ræðum. segir, að það sé rétt komið að því nú „að ógjörningur sé að flengja aðra sveina en syni hinna tign- ustu aðalsmanna. Þeir taki það ekki illa upp“. Mikið geta nú góðir kennarar gjftrt að því að móta vilja- stefnuna, en vísast er það nú samt svo, að áhrifin þau eru engu minni, er skólasveinar hafa hverjir á aðra, eða félags- heildin og skóla-andinn hefir á hinn einstaka. Almennings- álitið er þar sem annarsstaðar svo afarríkt vald. Og í því felst nokkur hætta fyrir manngildisþroskann. Einrænis-sjálf- stæðið er eigi ávalt gott og almennings-tízkan þarf ekki endi- lega að vera slæm, en bresti framtakið, sem djarfmannlega fer sinna ferða, hvað sem ftðrum liður, þá stendur alt i stað. Ogþvíerþað einhver hinn mesti ftrðugleiki við uppeldi ungra manna að innræta þeim sjálfstæðið og djörfunguna að fara eftir sínum eigin dómi en eigi annara uni það, hvað rétt sé og rangt. Þrftngsýni og ftfgar eiga sér auðvitað stað í almennings- áliti skólanna ensku, en yfirleitt er þó andinn í skólunum vel heilbrigður, og heldur uppi hinu gftfga hugsjóna niarki „fyrirmannsins enska“.

x

Nýtt kirkjublað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.