Nýtt kirkjublað - 20.08.1907, Qupperneq 2

Nýtt kirkjublað - 20.08.1907, Qupperneq 2
170 NÝTT KXRKJUBLA©. una, svo að mönnum gmti skilist það, að málleysingjarnir eiga rétt á ])ví, að eitthvað meira sé gert i'yrir þá, en nú er raunin á. Eg verð þó strax að geta þess, að mér er næ.-ta óljúft að rifja upp fyrir mér, hvernig málleysingjakenslan er annars- staðar, til j)ess að bera það saman við þá kenslu, sem haldið er uppi á Islandi, því að sá samanburður miðar einna mest til þess að fá mann til að skammast sín og gera manni ilt í skspi. Og ég vil taka það fram strax, til þess að afstýra öllum misskiluingi, að hér er það fyrst og fremst fjárveitingar- valdið, sem hefir syndgað, þar sem það um mörg ár hefir álitið sig gera skyldu sína með því að leggja til málleysingja- skólans svo hlægilega litla upphæð, að hún varla hefir hrokkið fyrirfðtum og fæði o. s. frv. banda málleysingjunum, og er þá eftir uppfræðingin, sem þó ælti að vera aðatatriðið. Verð ég, til þess að finna þessum orðum minuni stað, að lýsa stutllega málleysingja.-kólum Dana, sem standa oss næstir og vér höfum mest samband við, og því uæst að lýsa vorum málleysingjaskóla og geta þess, bverjar umbætur á honum ern mest knýjandi. Málley.-ingjastofnunin í Kaupmannahöfn, sem er og alla tíð heíir verið ríkis-tofnun, er 100 ára gömul í ár; skóla- skylda fyrir málleysingja í Danmörku er nokkuð yngri, frá 1817. Þarf naumast að geta þess að þessi skóli var mikíu fátæklegar úr garði ger upphaflega, en hann er nú; bæði var námstíminn styttri og kennarar færri, en samt var þessi skóli þegar í byrjun miklu fullkomnari enn ísl. málleysingja- skólinn er enn í dag. En Danir fundu þó til þess, þegar fram liðu stundir, að svo búið gat ekki staðið. Námstiminn (6 ár) var of stuttur, þrengslin of mikil, kenslan ekki full- nægjandi, þar sem hver kennari hafði íleiri börn en hann með góðu móti gat komist yfir að kenna. Auk þess var þá farið að viðhafa nýja kensluaðferð í heiminum, tal-aðferðina, sem Danir vildu líka reyna hjá sér. Þessvegna voru, auk skólans í Kaupmannahöfn, stofnaðir nýjir málleysingjaskólar, i Fredericia (1881), sem nú er greindur sundur í tvo sjálf- stæða skóla, auk hins þriðja, sem er undirbúningsskóli, og i Nyborg (1891). Skólinn í Nyborg tekur aðeins við þeim nemendum, sem eru óbeinlínis daufdumbir, ]). e. hafa leifar

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.