Nýtt kirkjublað - 20.08.1907, Blaðsíða 3
NÝTT KIKKJUBLAÐ.
171
af heyrn, en geta |>ó ekki vegna heyrnarskorts, notið almennrar
kenslu. Námstíminn fyrir málleysingjana er 8 ár, 1 ár á
undirbúningsskólanum, en síðan 7 ár á einhverjum hinna
fjögra málleysingjaskóia. Er hörnunum flokkað eftir gáfum og
hiu treggáfuðustu uppfraedd á Kaupmannaliafnarskólanum
með bendingum og fingramáli. Á öllum skólunuin lau'a börnin,
að svo miklu leyti sem auðið er, itið sama og hörnurn er kent í al-
mennum skólum ; inóðurmálið, kristin fræði, reikning, ágrip af
landafræði og náttúrusögu og sögu landsins; mun óhætt að segja,
að ]iau börn, sem eru sæmilega gáfuð, hafi í ílestum þessum greiu-
um lært meira en flest islenzkfermingarhörn, ]rótt talandi séu. Aðal-
kenslugreinin er móðurmálið og er öll önnur kensla jafnframt
fræðsla í því. Auk þessa læra börnin í skólanum ýmsan
iðnað, svo að þau síðar í lifinu geti sjálf leitað sér atvinnu.
Það ]>ykir Dönum mikið mein, að enginn af málleysingja-
skólum þeirra hefir veitt kenslu í algengri sveitavinnu, og er
nú i ráði að bæta úr þeim galla.
Það er ekki auðvelt, að skýra frá því í stultu máli,
hvernig farið sé að kenna málleysingjum; hér skal þess að-
eins getið, að aðalreglan fyrir allri málleysingjakenslu er sú
að leiöa hörnin stig af sligi, frá ]>vi einfaldasta til þess marg-
hrotnara, og að helzta aðferðin lil þess er sú, að láta málleys-
ingjana verða fyrirþeim áhrifum með sjóninm, sem önnurbörn
verða fyrir með heyrninni. Verður því nauðsynlegt að hafafleiri
og fullkomnari kensluáhöld við daufdumbrakenslu en viðaðra
kenslu, og eins nauðsynlegt er hitt. að hafa rúmgóðar kenslustofur,
þar sem börnin geta hreyft sig og fest sér það i minni með
leikjum og slíku, sem kennarinn vill láta þau læra. Auk
þess er bráðnauðsynlegt að hafa rúmgott hús til þess að
venja börnin á reglu og hirðusemi. Alt þetta er í prýðis-
góðu ástandi hjá Dönum, skólarnir hver öðrum rúmhetri og
fegurri, einkum ]>ó þeir nýrri, og alt er gert, sem hægt er
að gera, til þess að börnin geti haft hrausla sál í hraustuin
likama. Daufdumbrakenslan hefir líka horið fagra ávöxtu í
Danmörku; margir málleysingjar hafa orðið nýtustu menu,
fáeinir jafnvel kennarar við málleysingjaskólann. Eftir riti
því, er málleysingjaskólinn í Kaupmannahöfn hefir gefið út
á 100 ára afmæli sínu, hafa af 023 drengjum sem útskrifast
liafa frá þeim skóla á árunum 1825 — 1905, aðeins 55 notið