Nýtt kirkjublað - 20.08.1907, Side 11
NÝTT KlRKJBLAÐ.
179
eingöngu af tilliti til þess veðráltufars, sem þeir eiga við að
búa. Mjög lítillar tilsagnar þarf til ]>ess að vekja skilning á
þýðingu klœðnaðarins í siðferðislegu tilliti. Á hinn bóginn
er rétt að geta þess, að Kínverjar álíta það ótilhlýðilegt
hvernig Norðiu’álfumenn bera klæði sín. Eftir skoðun þeirra
eru fötin til þess gjörð að (tylja líkamsskapnaðinn, en ekki
til þess að láta sem mes-t á honum bera.
I nánu sambandi við alla hirðingu líkamans stendur
spurningin um mataraðiö, það sem etið er og drukkið. Einn-
ig hér er að vísu mikið komið undir smekk og tilíinningu
hvers einstaks, en á því leikur þó naumast nokkur vafi, að
hvað það snertir að velja sár hollasta og lientugasta fæðu,
ekki síðuren að hófsemi í mat og drykk, standi kristnir menn
miklu framar hinum heiðnu hi'æðrum sínum. Eg mun í
öðru sambandi minnast á hið viðhjóðslega mannakjötsát, er
á sár stað mjög víða í Suðurálfu, á eynni Formósa og sum-
um af Suðurhafseyjunum og til skamms tíma líðkaðist á öðr-
um þessum eyjum og á Nýja Sjálandi, þótt nú sé því liætt
þar. Hér skal ennfremur aðeins drepið á aðra eins óholl-
ustufæðu eins og maðka, mýs og rottur, mold og trjábörk
og annað þaðan af verra, sem algengt er að menn leggi sér
til munns. I ]>ess stað vil ág fara nokkrum orðum um það
sem menn hafa sér einkum til munaðar í þessum löndum.
Hvað þetta snertir hefir hinn kristni heimur því miður mikl-
ar syndir á samvizkunni gagnvart heiðnu löndunum. Að vísu
eru þar til margvísleg heimagjörð hressingarmeðul, sem valda
miklu tjóni séu þau vanbrúkuð, t. d. hasjisj-reykingarnar í
vesturhlula Austurálfunnar, pálmavínið og ölið víðsvegar i
Suður-og Auslurálfu; en mestu tjóni hafa þó va dið hinar
tvær alkunnu áfengis-tegundir, sem Norðurálfumeun hafa fært
þeirn, en ]>að er í Kina hið alræmda ópium og i Afríku,
meðal Indiána í Ameríku og því sem næst um allan heim ;
brennivínið.
(Niðurl.)