Nýtt kirkjublað - 30.04.1908, Blaðsíða 1

Nýtt kirkjublað - 30.04.1908, Blaðsíða 1
NYTT KIRKJUBLAD HALFSMÁNAÐARRIT FYEJR KRISTINDÓM OG KRISTILEGA MENNING 1908. Reykjavik, 30. apríl \orm§>a. 8. blað I dag er auðsén, Drottinn minn, dýrð þin gœzkurika; maður heyrir málróm þinn, maður sér þig lika. IJáskahugsun. Hvers vegna talar Nýja testamentib ekki um samfunda- von ástvina? Þessari spurningu var hreift í einni páskadagsræðunni i dómkirkjunni að þessu sinni. AHur þorri trúaðra kristinna manna hefir víst aldrei veitt því eftirtekt, að því er svo varið, að N. t. hefir ekkert um það atriði að segja. Lesendunum mun flestum vera það nýj- ung að heyra minzt á það, eins og áheyrendunum var það í dómkirkjunni við páskaræðuna. Og nú er samfundavonin við ástvinina einmitt svo mikill þáttur i trúarlifi voru. I vöku og svefni brúar kærleikurinn, til ástvinanna látnu, milli beggja heima. Og það er miklu fremur kærleiksþráin en lífsþrá sjálfra vor, sem lyftir oss yfir stærsta brotann, eða örðugasta farartálmann, á trúarbrautinni. Og Nýja testamentið, með alla sína gnótt trúarhugsjóna, snertir eigi þennau viðkvæma streng. Umhugsunarefni er þetta. Sitt hvað geta menn fundið til svara og tvent skal hér nefnt:

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.