Nýtt kirkjublað - 15.09.1908, Side 6

Nýtt kirkjublað - 15.09.1908, Side 6
214 NÝTT KIRKJUBLAÐ Visindaleg þýðing á samla tesiamentinu er farin að koma úl hjá Dönuni. AðalmaSurinn er dr. Fr. Buhl, háskóla- kennari í Austurlandamálum. Með honum eru kennarar í gamlatestamentis-frœðum í Höfn og Kristjaniu, þeir Jacobsen og Michelet, og prestur í Kaupmannahöfn, séra Martensen — Larsen, maður lærður vel. Frumtextinn hebreski er sem kunnugt er ákaflega úr lagi færður allvíða í afritum Gyðinga, sem þeir hafa yngt upp og notað við lestur í samkundunum. Siðasta mannsald- urinn hefir verið lögð i það óumræðilega mikil vinna að ná hinum rétta upphaflega texta með nieiri og minni líkindum, og er þar stórmikið enn óunnið. Þeir sem eitthvað hafa kynzt skýring- um forna kveðskaparins okkar og lagfæringum á textanum, og getgátunum þar, fara næn i um jjelta. Rangfærslurnar stafa aðal- lega frá skilningsskorli afritara, en afritin urðu svo mörg, hvert fram af öðru, ]jví að ekki þótti hlýða annað en hreinlegt hand- rit væri notað til upplestra í samkundunum, og eldra afritið var þá brent. Taki maður nýjustn og beztu Jjýðingarnar, þýzk- ar og enskar, og beri saman er eigi svo mjög óviða gersam- lega sitt á hvað, við það að reynt hefir verið að fá eitthvað út úr þeiin skarðabrotum textans sem gjörspilzt hafa í meðferð margra alda. Ritið kemur út bjá Gyldendal, og verður í ca. 30 heftum í mjög stóru broti, og kostar heftið 70 aura. Þó nokkrar skýringar eru neðanrnáls, og úti á rönd eru stafanrerkin fyrir heimildunum sem Mósebækur eru skeyttar saman af. Efnis- yfirskriftir eru með breyttu letri inni í textanum. Þetta bibliurannsóknarstarf verður fyrirsjáanlega hið á- gætasta. Komin tvö hefti, er þetta er ritað. Lestrarfélög presta hér á landi þurfa að eignast þelta rit. Mentabúrið. Þangað verður nú farið að flytja fjársjóð- una, og orðið of seint fyrir, nú í haustrigningunum. Eigi stóð á hússmíðinu, heldur á bókaskápum, sem komu seinna að utan en tilskilið var. Tveir eru þar salir mestir, i miðju húsi, náttúrugripa- safnið á heima undir, en lestrarsalur bókhlöðunnar er yfir. Hver salurinn er fullar 300 ferálnir. Skuggsýnt verður á náttúrugripasafninu, gluggaop vart tíundi hluti gólfflatar, og

x

Nýtt kirkjublað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.