Nýtt kirkjublað - 01.03.1909, Side 2
NÝTT KmKTUBLAÍ)
Vitringar af hjarta hrœrðu
honum gnll og myrru færðu;
konungar sinn konung mærðu,
Likt og María látum lijóma
lof um guðs vors Imtgidóma,
og með sveitum engla róma
helga sigur-höfðingjann.
eiliflega drottins dýrð.
Herrann Kristur holdi klæddur
hér á jörð af Maríu fæddur,
dýrðar Ijóma drottins gæddur, —
lof og dýrð og þökk sé þér.
V. B.
Jingsetningarrceða
15. febrúar 1909.
Auga þitt er tampi líkamans; þ<(jar auga
þitt. er heilt, þá er og altur líkami þinn í birtu;
en sé það sjúkt, þá er og likami þinn í myrkri.
Gœt því þess, að Ijósið sem i þér er, sé ekki
myrkur. (Lák. 11, 34 -- 35.)
Hin nýlesnu ritningarorð beina hnga vorum að auga
mannsins, að sjóninni. — Angað er einhver veglegasti hlnti
mannlegs líkama. Sjónin einhver dýrlegasli hæíileiki manns-
ins. Sjónin setur vitundarlif vort og tilfinningalíf í samband
við margt af því, sem dásamlegast er í tilverunni. Iiún hjálp-
ar oss til að sneiða hjá ótal hættum og torfærum. Sjónin
hjálpar manninum til að rata ýnisar leiðir, sem hann kæmist
alls ekki, ef hann vantaði sjónina. Hún hjálpar honum til
að komast beztu leiðina og skemstu að því takmarki sem hann
vill ná.
En ef sjónin deprast, þá skyggir að; ef hún hverfur alveg,
]>á steypist myrkrið yfir manninn, óratandi myrkur. Þ.á slitna
ólal þræðir, sem áður hafa sett manninn i samband við til-
veruua kring um hann. Þá getur maðurinn ekki lengur séð
fótum sínum forráð. Hann getur þá ekki heldur leilt þá eða
annast, sem honum var áðui' svo Ijúl’t að leiða, af því að
hann elskaði |iá. Ef ljósið slokknar á lampa líkamans, ef
augað er sjúkt — sjónlaust — hlýtur maðurinn að sleppa