Nýtt kirkjublað - 01.03.1909, Qupperneq 5
NÝTT KIRKJUBLAÐ
53
inn er til vits og ára, hugfesti það, að hann láti sér ekki
þessa áminningu Jesú nr minni líða: „Gæt þess, að ljós-
ið, sem í þér er, sé ekki myrkur.“ Og því nauðsynlegra er
að minnast áminningarinnar og hreyta eftir henni, sem störf-
in eru vandameiri, er maðurinn hefir á hendi og áhrifin af
gjörðurn hans víðtækari á hag og heillir þjóðarinnar og föð-
urlandsins. — Sannarlega nrá því áminning þes-i ekki liða
úr minni alþingismönnunum, er þeir koma saman til þess að
hugsa, ræða og gera ákvæði um ýms hin mikilvægustu mál
þjóðar vorrar og f ðurlands.
Það er sárt til þess að hngsa, ef segja mætti við nokk-
urn mann: „Ljósið, sem í þér er, er orðið myrkur“. Það
er sárt að Itugsa tll þess, jafnvel þótt maðurinn bakaði að
eins sjálfum sér einum ógæfu eða vansæmd með breytni
sinni. Enn þá sárara væri, ef hann bakaði jafnframt öðrnm
mönnum ógæfu, svo sem konu sinni, hörnnm eða öðru skyldu-
liði. En Iang-hörmulegast þó, ef hann þess vegna bakaði
þjóð sinni eða ættjörð tjón eða hættu. En þetta gæti hlotist
af því, ef segja mælti með sauni við einhvern þeirra manna,
er sæti eiga á alþingi. „Ljósið sem í þér er, er orðið myrkur“.
Eg er sannfærður um það, eg finn það, eg veit það, að
vér þráum það allir, að auga vort sé heilt, að vér viljum
allir gæta þess, að ljósið, sem i oss er, sé ekki myrkur, svo
að vér gætum frenmr haft von um það að bera gæfu til
að vinna með guðs hjálp þjóð vorri gagn og sóma með
störfum vorum á alþingi.
Alþingi er elzta samkoma þjóðar vorrar, sem enn er við
lýði. Og það ætti að vera hin þjóðlegasta og veglegasta sam-
koma þjóðarinnar, þar sem hver keptist við annan að leggja
fram krafta sína og vitsmuni landi og þjóð til gagns og
blessunar. Þá mætti næsturn segja, að alþingi væri auga
þjóðarinnar, er lítur eftir heillum hennar í hvívetna. Þá er
heill þjóðarinnar mjög komin undir því, að þetta auga sé
heilskygnt. Og heilskygnt er það, ef hver einslakur þing-
maður lætur sér ant um það, að Ijósið, sem í honum er, sé
ekki myrkur; ef hann lætur Ijós sannleikans, samvizkunnar
og kærleikans ráða sannfæringu sinni, og stjórna orðum sín-
um og gjörðum.
Þegar um sjónina er að ræða, þá lætur hver maður sér