Nýtt kirkjublað - 01.03.1909, Síða 8
56
NÝTT KIRKJUBLAÐ
um skoðanir komandi kynslóða á honum. Sá, sem tekst
]>etta hlutverk á hendur, verður að vera sjálfur meiri, betri,
lærðari og færari en fólk er flest, ef dómur hans á að verða
tekinn sem æðsta jarðneskt réttlæti. Hann verður að vera
þrúnginn af réttlætistilfinning inst i sínn eðli, en auk þess
verður hann að byggja á heimildun) fortíðarinnar, sögnum
þeirra tíma, er hinir dómfeldu hafa lifað á, ef hann þekkir
þá eigi af eigin reynd. Þetta tvent: hann sjálfur og fortíðin
eru dómsástæðurnar fyrir dómi sögunnar eftir á, er sögurit-
arinn fellir. Af þessu leiðir ]>að, að eins og áríðandi er að
söguritarinn, dómari þessa stóra dóms, sé hreinn, vandaður,
réttlátur, fróður, eins riður á að heimildirnar, sagnirnar um
þann, sem verið er að dæma, séu vandaðar, hreinar, réttlátar.
Æíiágripin, sem eg mintist á, voru og eru ekki dómur
sögunnar um þessa menn, en það ætti að mega skoða þ’uu
sem drög til óuppkveðins en komandi dóms. Eg sökti mér
niður í að hugsa um þetta. Eg hugsaði mér ef saga nútiðar
Islendinga yrði t. d. samin seint á þessari öld, eða snemma
á 21. öldinni, og þessir menn leiddir tyrir dómstól þeirrar
sögu eftir þessum heimildum, kæmu Jieir þá lit frá þeim dómi
í sinni sönnustu og réttustu mynd? Fengi kynslóðin nýja
sanna og rétta hugmynd um þá? Mér gat ómögulega fund-
ist það, af því að eg þekti mennina sjálfur og suma þeirra
mjög vel, hvað þeir höfðu starfað, talað og hugsað. Þessi
drög til sögu þeirra fyrir ókomna tímann, virtist mér því
fölsk, og sá dómur, sem á þeim yrði bygður, hlyti því að
verða ranglátur dómur.
Þegar eg vaknaði upp af þessum hugleiðingum heyrði
eg mig kalla: „Ekkert réttlæti á jörðu, sögunnar dónmr er
falskur, hlutdrægur, ranglátur af ]>ví að hann er bygður á
fölskum, lilutdrægum, ranglátum drögum. Aðalmyndirnar,
sem ókomnum kynslóðum eru fengnar i hendur af mönnum
fortíðarinnar, eru afskræmdar, af því að lýsing samtiðarmanna
]>eirra er skökk. Þetta varð niðurstaðan af hugleiðingum
mínum.
Og eg er reiður við blaðamennina íslenzku. Þeir búa
til mest af þessum fölsku drögum til dóms sögunnar, þeir út-
breiða mesta lygi meðal kon^andi kynslóða, þeiin er það að
kenna að sagan yerður vitlaus og hrein og bein lygasaga.