Nýtt kirkjublað - 01.03.1910, Side 2
50
NÝTT KIRKJUBLAÐ
Aö linna guð þér auðnast ekki
sé ætlun J)ín að skilja liann.
Þð sál þín lítt sig sjálfa þekki,
hún síður þekkju inn mesta kann
Að þekkja guð þeim auðnast einum
er elska hann sem föður sinn.
Af skýringum liann skilst ei neinum,
en skín sem Ijós í sálir inn.
Guð helgaði’ og í heiminn sendi,
að hjálpa manni’ úr efans neyð,
vorn góða hirði, Krist, er kendi
að kœrleiJcur til guðs er leið.
Br. J.
östuhugv’ekja.
Látið sama lunderni vera i yður, sem var í Jesú Kristi (Fil. 2, 5).
Mér er sem ég eigi að svara þeirri spurningu: hvort ég
vilji heldur kjósa, að koma nú jiegar fram fyrir dómstól drott-
ins, eða ekki fyr en éftir dauöann. Mér er Ijóst að valið er
mér veitt af kærleika, og að fyrri kosturinn er betri. Því kýs
eg hann og undireins er mér, sem ég standi frammi fyrir
hásæti Jesú Krists og hann líti á mig, ekki reiðilega, heldur
með angurblíðum svip. Og hann opnar fyrir mér bók, þar
sem á annari blaðsíðunni er afmálað lunderni hans. en á
hinni lunderni mitt. Eg veit að hann ætlast til, að ég beri
þessar myndir saman. Og ég get ekki annað en gjört það,
þó ég óttist samanburðinn. Mismunurinn er svo mikill:
Jesús hefir ekkert það á samvizkunni, er raskað hafi
kærleiks-einingu hans við hinn himneska föður. Eg sé ekk-
ert í minu liðna lífi, er bendi á kærleikssamband við hann
frá minui hálfu. — Jesús hefir fullnægt hinu æðsta boðorði:
hann hefir elskað guð af öllu hjarta. Eg hefi líka þózt elska
guð þegar mér hefir likað stjórn hans á högum mínum. En
þá er útaf því hefir borið, þá hefi ég verið ófús á að beygja
minn vilja undir hans vilja. Með öðrum orðum: Eg hefi
elskað sjálfan mig meira en guð. — Jesús hefir fullnægt hinu
öðru æðsta boðorði: hann hefir elskað nánngann eins og
sjálfan sig — og langt framyfir það. Hann fullkomnaði ]>að
boðorð, er hann bauð oss að elska óvini vora. Og því hefir
hann sjálfur hlýtt fram í dauðann. Eg hefi elskað náungann
þá er ég hefi notið gagns eða ánægju af honum. En breysk-