Nýtt kirkjublað - 01.03.1910, Blaðsíða 6

Nýtt kirkjublað - 01.03.1910, Blaðsíða 6
54 NÝTT KIRKJUBLAÐ lunderni vera í sér, sem var í Jesú Kristi, —- með lifandi trú á hcerleik hans og föstu trausti á aðstoð hans. Mér dylst þaS ekki, aS í þessari mynd er mér sýnt þaS guðsriki, sem Jesús Kristur vildi, og vill enn, stofna á jftrS- unni. Hann er aS stofna þaS. ÞaS er aS koma nœr og' nær — þó þaS eftir ytra útliti sýnist eiga langt í land. MeS- limir þess láta lítiS á sér bera. Þeir geta veriS, og eru án efa, miklu fleiri enn séS verður hið ytra. Þess meir sem þeim fjftlgar, þess meir nálgast sá tími, að guðs ríki, alls- herjarriki kærleikans, nær yfir allan heim. Þeir, sem þá lifa, eru sælir. En hinir eru líka sælir, sem í kyrþey vinna að nálgun þess, þrátt fyrir mikla ftrðugleika. Þeir sjá fæstir fyll- ingu þess hér — nema í anda. £n í öðrum heimi munu þeir sjá enn meiri kærleiksfyllingu en hér getur verið tmgs- anleg, af því þeir tilheyrðu kærleiksríkinu í þessu lifi. Og nú finn ég hjá mér heita löngun til að verða meðlimur þess. Guð hjálpi mér til þess Guð hjálpi oss öllum til þess. Guð hjálpi oss öllum að láta sama lunderni vera i oss, sem var i Jesú Kristi. Enn út af erlendu kenslubókunum. „Þetta kann ekki að búa í húsum“. Svo tautaði Gröndal fólkinu i kringum sig, þegar hann var setztur að í Þingholtunum. Eitthvað svipað er að segja um búningsbótina okkar nú, síðan við fórum að „leika“ þjóð. Mannalætin vantar ekki, innan um og saman við, en óvaninn kemur fram í ótal myndum, og það leynir sér ekki hve þjóðernissjálfstæðið er lítið samgróið eðli voru. Eitt blaðið var nærri því hrifið af því i haust eða vetur (það var ,,Ingólfur“), að skógfræðingurinn okkar skyldi fara með fyrirlestra sina á íslenzku. Eins og það sé ekki sjálfgefið að ís- lenzkur starfsmaður, hér búsettur, verði fær í málinu. Af samskonar lítilþægni, skilningsskorti eða óvana, er það, að hér á landi er hópum saman ex-lent fólk, sem dval- ið hefir hér tugi ára og þá marga, án þess að verða mælandi á landsins tungu.

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.