Nýtt kirkjublað - 01.03.1910, Síða 7

Nýtt kirkjublað - 01.03.1910, Síða 7
NYTT KIRKJUBLAÐ 55 Af sama tægi er það að vér afbökum nöfnin okkar þeg- ar þau eiga að fara út fyrir pollinn, eða koma fyrir sjónir útlendinga. Þornið verður að Tb. Jón Jónsson verður Jon Jonsson ef ekki Johnson eða eitthvað þessleiðis o. sv. frv. Allar tungur hafa sín hljóð og sín stafasambönd, sem standa i útlendingum, en hver heldur sínu nafni óbrjáluðu fyrir jiví. Mér kemur til hugar nafn bankastjórans okkar aðkomna, og get jíess urn leið að hann hefir tvisvar eða jjrisvar kent mér réttari sið, með því að svara mér á íslenzku, þegar ég hefi ávarpað hann á dönsku. Nafnið hans er óstafanlegt okkar tungu, en okkur mundi samt fmnast það meir en bros- legt, færi hann að skrifa nafnið sitt einhvernveginn „upp á íslenzku“. Svona er þjóðernismeðvitundin okkur óeiginleg, að til- finningin hefir ekki sama mælikvarða fyrir sjálfa okkur og útlendinga eða aðkomumenn. * * * Þessu ljósi þarf að bregða upp til skilnings á því, að það skuli enn geta staðið í mönnum jafnóbrotið mál og það, að við alþýðufræðslu hverrar þjóðar hljóti kenslubækurnar að vera á móður.nálinu. Við þetta dæmi sem tekið var frá landafræðinni er aðal- vörnin sú, að þyrfti stærri bók er ofar drægi í skólann. Eg taldi það einmitt aðal-kostinn við landafræðina íslenzku að hún var ekki ofstór til þess að kennarinn hefði nóg svig- rúm að gera þá grein lifandi með sögum og lýsingum frá eigin brjósti- Eg þykist vita að landafræðiskensla sé stórum betri nú en fyrir 30 árum. Eg minnist lokaprófsins yfir mér: Það voru allar borg- ir með sjó og upp með ám frá Njörvasundi til Hamborgar- elfar. Og hvað ég hefi orðið að þræla að þarflausu í stóra Erslev til að fara með þetta alt laukrétt á einum 10—12 mínútum ! Eina 4 vetur tók það að troða i mig þessum mikla landafræðislærdómi. Á 4 stunduin hefði eg í góðri vinnustofu lært að finna alt þetta og meira til i einhverri góðri handbók og á landabréfi, sem eg mundi hafa getað veitt mér fyrir einar 4 krónur, Og hve miklu slökti eg svo ekki

x

Nýtt kirkjublað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.