Nýtt kirkjublað - 01.03.1910, Blaðsíða 9

Nýtt kirkjublað - 01.03.1910, Blaðsíða 9
ISrÍTT KIRKJUBLAÐ 57 íil þess að hún bæti tungu vora, — til þess að hun bæti siði vora, til þess að hún gjöri líf vort sannkristnara, en það er alment hér á landi. L. #jó ðmálaly gin. Eg vil hafa bylji og skúrir, á milli, til þess að hreinsa loftið! Hefir yður ekki laugað til í N. Kbl. að taka skörulega ofan í lurginn á lyginni, þjóðmálalyginni, — jiessu endemi sem ætlar að kæfa alt Ijós ílandinu? Eg á við blaðalygina, mannorðsránin, engu blaði að treysta, þótt um t. d. fund sé að ræða, sem 1000 vitni eru til frásagnar um. Engin meiri kristindómsspjöll eru í þessu landi, finst mér, — en þessi allsherjarlygi, og engin hætta, þvílík sem hún, sem vofir yfir siðmenning vorri. Veglegtstarf að vinnahennialdurtila. Eneinum manni ofurefli. Mér blöskraði þegar . . fór að prédika um sannleikann! Iiann að gera það! Svona fer skörin stundum upp í bekkinn. Þér munið sjálfsagt, þegar eitt blað brá . . um að vera með ritsímamálinu — af því að . . embættið mundi losna bráðuni. Olyktin er enn i vitum mínum. Hvað haldið þér að landið beri lengi þessa jjjóðlygi án þess að sökkva? Eg þori ekki að rita um þetta. Eg mundi verða of- vondur til þess að vinna nokkuð með þvi annað en sjálfum mér grjótkast, enda óvist að nokkurt blað tæki. — Það er það undarlega i þessu máli, að hver ritstjóri um sig þykist vera sannorður í húð og hár. Gamla sagan, að sjá ekki bjálkann í sínu eigiu auga. G. ikrúðinn og tónið. Brot úr bréli frá skag-llrzkri stúlku. Eg var i kirkju í dag, fyrsta sunnudaginn í vetri. Það var fátt i kirkjunni og auðséð að nienn töldu engan hátíðis- dag vera, því að þá er vant að fjölmenna.

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.