Nýtt kirkjublað - 01.03.1910, Blaðsíða 11
NÝTT KIRKTUBLAÐ.
59
maður í þeirri mynd sem hún er nú. Eg hefi aldrei heldur
trúaS því að draugar eða huldufólk væri til, né verið myrk-
fælinn siðan ég var unglingur og hætti að trúa afturgöngu-
sögum, sem vinnufólkið talaði um sín á milli. —
En ég hefi orðið ]>ess var, að likur séu til þess, að eitt-
hvað það sé í kring um oss, sem vér höfum ekki sjón til að
sjá, og ekki skilning til að skilja. Að neita því að svo sé,
er of mikið sjálfsálit; likt þvi að nærsýnn maður neitaði ]>ví,
að nokkurt fjall væri í fjarska, af því sjón hans næði eigi
svo langt, en skarpsýnir menn sjá fjöllin glögt 1 fjarlægð. —
Skilningur og skilningarvitin er ágæt eign, en þau ná
skamt þegar djúpt á að rýna, og það verða menn að kann-
ast við, að þau eru svo ófullkomin hjá mönnunum, að sumar
skepnur hafa þau fullkomnari. Hesturinn sér svo vel í myrk-
ri, að hann ratar veg þótt sá, sem á honum situr sjái ekki
hvar hann fer. Kötturinn stekkur á músina i því myrkri,
sem maðurinn sér ekki nokkra mús. Og hundurinn rekur
slóð húsbónda síns með lyktinni, þótt engin nálægur maður
verði var við slíka lykt.
Það er af drambsemi og skorti á viti, þegar menn neita
að trúa öðru en því, sem þeir sjá og geta skilið, — vegna
])ess að verkfærin sem flestir og allir hafa til þess að sjá og
skilja eru svo ófullkomin.
Ef mennirnir gætu fengið viðbót við sjón sína og skiln-
ing, líkt viðbót þeirri sem stjörnufræðingar hafa fengið með
sjónaukum sínum, þá mundu þeir sjá, skilja og trúa mörgu
sem þeir neita nú. Mentunin og framfarirnar munu í framtíð-
inni leiða í ljós margt það, sem menn skilja ekki nú og neita
að sé til. —
Ymislegt bendir lil þess, að einstakir menn hafi sérstakt
eðli eða sjón sem fjöldinn á ekki í eigu siuni, og ekki kem-
ur fram nerna við einstök tilfelli. En hvernig á því stendur,
að þessi skarpari sjón ekki kemur frarn nema við sérstök at-
vik, og oft þýðingarlítil, það hafa menn ekki sjón til að sjá
né skilja nú.
A uppvaxtarárum mínum í Laufási var gamall rnaður
Jón Þorgrímsson, sem hafði verið steinhlindur í mörg ár. En
þótt ég ungur væri, tók ég eftir þvi, að hann sá oft það, sem