Nýtt kirkjublað - 01.03.1910, Side 16

Nýtt kirkjublað - 01.03.1910, Side 16
64 NÝTT KIREMUBLAÐ ár, en varð þá að gefast upp við prestskapinn vegna 'neilsu- leysis. Bókin þessi er afarelskuleg og skemtileg, og um leið mjög vekjandi. Ymsir hér á landi hafa lesið sér til ánægju prédikanir hans: „Þegar ég var nýkominn út í prestskapinn, stóð hún altaf á mér hugsunin um það, hvernig ég ætti að prédika. Það var tvent gagnólíkt sem fyrir hugann bar. Takist prestinum að ná spurningunum er brjótast í hugarfylgsnum áheyrand- anna, þá taka þeir eftir og það vel. — En svo í annan stað orð, orð — upptuggustaglið sama, sem öllum hefir dauðleiðst fyrir löngu“. „Eg mintist þess, hvað eg sjálfur hafði átt dauðans bágt með að hafa ánægju af stólræðunum, og láta þær verða mér að einhverjum notum andlega. Og nú var eg sjálfur orðinn prestur, og þá var það heitasta óskin min og áform mitt, að láta fólkið fá sínar eigin hugsanir ræddar og bræddar við boðun orðsins“. „Rökkursögur11. Ritstj. vill reyna að skemta lesendunum, en litið er um frumsömdu sögurnar lijá oss, mestalt sögulcyns í samskonar útlendum blöðurn er ómeti. Eg dáist oft að því, livað síra Friðrik Bergmann getur enzt til að koma með læsilegar sögur í „Breiðablikum11, og kunnugur hefir sagt mér, að bann verði t.il þess að halda og lesa heljarritsöfn ensk með eintómum sögum til að ía þetta litla úrval. Nú koma hér í N. Kbl. taeinar sögur til fróðleiks og gamans, sem kendar eru við rökkr- ið, bæði vegna dularhjúpsins sem yfir þeim er, og vegna dagstundar- innar þegar lielzt er farið með þær. Ekkert verður tekið nema eftir beztu heimildum, og það íslenzkum, og þær greindar. Og eftirgangs- munalaust var það ekki, að fá Tr. G. til að skrifa fyrstu söguna. Bjarnii, kristilegt heimilisblað. Kemur út tvisvar i mánuði. Verð 1 kr. 50 au., i Ameriku 75 cent. Ritstjóri Bjarni Jónsson kennari. Breiðablik, mánaðarrit til stuðnings íslenzkri menning. Ritstjóri séra Friðrik J. Bergmann, Winnipeg. — Verð 4 kr. hér á landi. — Fæst hjá Árna Jóhannssyni bankaritara. Sameiningin, mánaðarrit hins ev.lút. kirkjuf. Isl. i Vesturheimi Ritstjóri séra Jón Bjarnason í Winnipeg. Hvert. númer 2 arkir. Verð hér á landi kr. 2,00. Fæst hjá kand. Sigurb. Á. Gíslasyni í Rvk. Nytt Kirkjublað, fimta árið 1910, kemur út 1. og 15. í hverjum mánuði. Verð: 2 kr. — 75 cts. i Ameríku. — 2 kr. 75 u. annarsst. er- lendis. — Ilá sölulaun. — Eldri árgangar enn fáanlegir fyrir hálfvirði. Félugsprentsmiðjan.

x

Nýtt kirkjublað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.