Nýtt kirkjublað - 01.06.1911, Blaðsíða 2

Nýtt kirkjublað - 01.06.1911, Blaðsíða 2
NÝTT KIRKJUBLAÐ 122 og hvort likur vœru þá til, að fólkið þyrfti og vildi eiga eitt- hvert tal um greinina á eftir. Kvöldvökurnar hans Hannesar Finnssonar áttu erindið til fólksins á sínum tíma. Fm vinnum við blaðamennirnir nú í líkum anda? Er það heimilislestur sem fólkið fær? Húslestrarnir eru að fara forgörðum, en mundu þeir ekki takast upp til nýrrar blessunar og ánægju, ef fólkið fengi meira af því, sem það vildi fara upphátt með, andlegt og ver- aldlegt, hvað með öðru, og til skifta. Að geta ritað — það sem mörg íslensk heimili vildu fara upp- hátt með, finst mér eftirsóknarverðast af öllu, — það sem heim- ilin vildu síðan gera að umtalsefni, samsinnandi eða andmæl- andi, með hugarhræring gleði eða jafnvel — gremju. Slík bylt- ing, plæging og herfing sálarjarðvegsins, er alveg ómissandi, eigi nokkuð orðafræ að geta frjóvgast. Til þess á blaðamaðurinn að rita. Nýja Kirkjublaðið er töluvert farið að venja sinn litla les- endahóp — kennir þar elskulegs samhugar víða að — við það að bera fram hvorttveggja í senn, þetta sem flokkað hefir verið undir veraldleg og andleg mál, með strangri greiningu, — hvorutveggju til tjóns. N. Kbl. telur sig alt það varða sem verða kynni til þess, að hér yrði betra fólk í bættu landi. Er þetta mál nú inngangshugvekja til þess að blaðið mun, um bríð, nokkuð beinna en áður, leggja orð til landsins meina. Einmitt af því að nú eru að mörgu vondir tímar. Merkur vinur ritstjórans var að finna að því, hvað N. Kbl. væri veraldlegt. Ritstj. var aftur á því, að ekkert væri það milli himins og jarðar, er hann bæri fyrir brjósti, að hann gæti eigi komið ]»ví að í blaðinu. „Bíddu við“, sagði vinurinn. „Þú varst nú, og ert, mik- ið við búskapinn. Geturðu komið áburðarhirðingu að í blað- inu ? — Minnir að svarið væri, — til þess að láta sig ekki: „Og því ekki það!“ Og nú skal það að nokkru gert fyrir hinn merka vin minn, og aðra vini N. Kbk, einmitt til að draga af dæmi, sem mér virðist svo ljóst og lýsandi. Dæmið fekk eg í fyrra dag hér skamt undan.

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.