Nýtt kirkjublað - 01.06.1911, Blaðsíða 6

Nýtt kirkjublað - 01.06.1911, Blaðsíða 6
126 NÝTT KmEJUBLAÐ__________________________ aðri en fer frá henni algróinni og í áliti. Hún varð honnm þvílíkt metfé sem Vitaðsgjafi varð Þverár-GIúmi. Aldrei ófrjó þó að önnur lönd brygðust. Þorkell bóndi sýndi nágrönnum sínum hvernig hœgt er að lifa á landinu, þegar staðfastur mað- ur klappar á hólinn eða hamarinn, sem kann að opna þúf- una eða hólinn sem geyma fésjóðinn mikla. Þetta er bend- ing og meira en bending til reikunarmannsins og Iandhlaup- arans sem brestur staðfestuna til að gera gagn sjálfum sér og öðrum, en talar ef til vill meira um föðurlandsást á einum degi heldur en Þorkell á Fjalli gerði alla æfi sína. Þá erum vér og hér staddir til að kveðja orðvarn mann- inn og orðheldna. Það erindi er mikilsháttar og meira en nóg út af fyrir sig. Það hefir nú verið svo um allmörg missiri að varkárnin hefir eigi verið urn skör fram á sviði viðskiftalífsins Fjöldi manna hefir eigi verið var um sjálfan sig eða nafnið silt. Ymsir vélasmiðir hafa lokkað fótfestuna undan góðum mönn- um, sem eigi gátu varast tálgrafir ósýnilegra loftkastalavona. Eitt orð, eitt nafn — það hefir verið látið af mörkum i gá- leysi og auðtryggni. Og þar með hefir jörðin sprungið sund- ur undir fótum einlægra manna. Þorkell á Fjalli var tor- tryggur og varfærinn, þó að hann legði aldrei neinum manni ilt orð á bak, svo aö eg viti. En það sem hann lofaði það efndi hann. En hann lofaði aldrei nafni sínu í óreiðu, eða fé sínu. Ok hann æ og að endingu heilum vagni heim af hinum hálu brautum viðskiftalífsins. En þó að- hann bryti eigi skip sín, gengu meinsemdir þjóðarinnar gegn um hann í ellikörinni, því hann las það sem gerðist í landinu og fylgdi atburðum þjóðlífsins með at- hygli. Hann var svo skygn, maður áttræður að aldri, að hann sá gegn um þekjuna, sem hann hvíldi undir, rykið yfir landinu sem vindbelgir þióðarinnar hafa þyrlað upp, þeir sem tekið hafa sér fyrir hendur að sjá augum alþýðu fyrir mistri og moldryki, og haft að launum fullsælu fjár, ef fullsælu skyldi kalla. Frumregla Þorkels var sú að vera eigi upp á aðra kom- inn og láta heimili sitt sitja í fyrirrúmi fyrir öllum öðrum og unna því alls hins besta, sem hann hafði út að láta. Sumir

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.