Nýtt kirkjublað - 01.06.1911, Blaðsíða 10

Nýtt kirkjublað - 01.06.1911, Blaðsíða 10
130 NÝTT KLRKJUBLAB iátning mín og heit á fermingardegi mínum. Eg trúi á hinn lifanda guS, hinn almáttuga skapara lieimsins, sem viðheldur honum með krafti sínum, stjórnar honum samkvæmt vísdómi sinum, fyllir hann með lífi sínu. Eg trúi á guð, sem er andi og vill láta tilbiðja sig í anda og í sannleika, á guð sem er kærleikur, hefir frá öndverðu opin- berað kærleika sinn, og af einskærri náð sinni tekið einnig mig að sér. Þessum guði vil eg barnslega treysta alla æfi mina, ]jví að hann er faðir minn, og eg veit að allir hlutir verða þeim til góðs, sem elska hann. Hans orð skal vera lampi fóta minna, hans vilji æðsta lögmál rnitt. Fyrir honum vil eg opna hjarta mitt, játa fyrir honum allar syndir rnínar og hugga mig við náð hans i einlægri iðrun, þvi að hann er trúr og vill ekki dauða syndarans, heldur að hann taki sinnaskifti og lifi. Eg trúi á drottin Jesúm Krist, guðssoninn, Ijóma dýrðar hans og ímynd veru hans, sem er orðinn mér vísdómur frá guði og réttlæti, helgun og endurlausn. Hann er vegurinn, sannleikurinn og lífið, án hans get eg ekki komið til föðurs- ins; hann er vínviðurinn og vér greinarnar, og í lifssamfélag- inu við hann berum vér ávöxt; hann er góði hirðirinn og vér sauðirnir á haglendi hans; hann er meistari vor og vér læri- sveinar hans; hann er höfuð vort og vér erum limir líkama hans. Honum vil eg fylgja alla rnína æfi, ok hans vil eg taka á mig og læra af honum, því að hann er hógvær og lítillátur af hjarta. Hann vil eg elska, eins og hann hefir elskað mennina, honum reynast trúr, eins og hann var trúr alt til dauða. Með honum vil eg þolinmóður líða, með hon- um vinna sigur á heimi og synd, með honum upprísa til nýs lífs og í hans ríki kosta kapps um að verða með hans full- tingi fullkominn, eins og faðir minn á himnum er fullkominn. Eg trúi á heilagan anda, anda guðs og drottins vors Jesú Krist-, sem slarfar í heiminum og safnar þar börnum guðs saman í hinn kristna söfnuð. Eg trúi á anda sannleik- ans, sem leiðir í allan sannleika, á anda kraftarins, kærleik- ans og agans, sem gjörir hjarta mannsins að musteri guðs, og er hjá mér að eilífu. Til þess nú að þessi andi verði

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.