Nýtt kirkjublað - 01.01.1912, Blaðsíða 9

Nýtt kirkjublað - 01.01.1912, Blaðsíða 9
NÝTT KIRKJUBLAÐ 5 nálgast oss, nýr og nýr, og þó ávalt hinn sami guð. Sá sem sækir fram með guði, hann vinnur fyrir guðsríkið. Að vinna fyrir guðs ríki er eitt og hið sama og að fær- ast stöðugt nær og nær guði. Eftir Lyman Ábbott, Biblían er heilt bókasafn, og hafa margir tugir manna ritað, og tekið 12 aldir og enda lengri tíma. Sammerkt eiga öll þessi rit urn það, að alt í frá 1. kapítulan- um í 1. Mósebók til síðasta kapítulans í Opinberunarbókinni eru biblíu-höfundarnir að lýsa því, og færa það i letur, er þen sjálfir reynt hafa á sjálfum sér. Höfundarnir eru menn sem vér, með sörnu tilfinningum og geðshræringum og ástríð- um og sjálfir vér. Þeir skrá það sem fyrir augu þeirra hefir borið og bærst hefir inni í huga þeirra. Og þeir ætlast til þess að lesendurnir sjái hið sama og kenni hins sama, til að vita hverju þeir sjálfir megi trúa og treysta í lífinu. Hitt er aft- ur svo fjarri, að þessir fornu höfundar séu eins og ritvélar, sem á einhvern yfirnáttúrlegan hátt fái þetta og færi í letur. Maunleg reynsla kemur einmitt svo einkennilega og á- þreifanlega fram í þessu bókasafni, er einu nafni heitir bihlía. Trúarlegt verður þetta bókasafn við það að þessi mann- lífsreynsla sem þarna kemur fram, snýst um það, hvernig guð er altaf með í ferðum. Þessir bihlíuhöfundar eru hverir öðr- um svo ólíkir sem mest má vera í lundarfari og upplagi, — og svona líka margar aldir á milli þeirra, — en eitt er það þó, sem þeim öllum ber saman um: Þeir hafa allir fest sjónir á því að guð var og er i og með þessum heimi sínum, og þeir eru einmitt að rita bækur sínar til þess að segja öðrum frá því, hvað þeir hafa séð og hvernig þeir hafa séð það. Ritin eru svo gagnólík að öllum frágangi, en þó er í raun og veru ekki nema einn og hinn sami boðskapur í þeim öllum: Guð er Immanúel: Guð er með oss. Hann er vor mikli lífsförunaut- ur. Rit þessara manna er opinberun, af því að þau eru að afhjúpa guð í mannlífinu:

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.