Nýtt kirkjublað - 01.01.1912, Qupperneq 10

Nýtt kirkjublað - 01.01.1912, Qupperneq 10
6 NÝTT KIRKJUBLAÐ ^ Siðalögin eru ekki fyrirskipanir konungs eða lagagreinar frá löggiafarvaldi, heldur eru það lög samviskunnar, svo sem þeir hafa numið, þessir hinir spámannlega menn, er þeir heyrðu rödd hins Eilífa tala hið innra með þeim. Helgisiða- lögin eru ekki prestareglur til hagsmuna fyrir „kirkjuna11, held- ur eru lögin þau aðallega tilraun og viðleitni þeirra tíma til að túlka iðran og ákall, lofgjörð og helgun, svo sem trúar- lífsreynslunni var þá komið hjá mönnum. Sagan er ekki saga af miklum konungum eða voldugri þjóð, heldur er hún saga um það, hvernig guð hefir komið fram við konungana og þjóðina. Ljóðin og. skáldsögurnar og sjónleikina er ekki verið að færa í letur til skemtunar. En listabúningurinn er valinn til þess að ná taki á ímyndunaraflinu og tilfinningalíf- inu til að koma því inn í menn að guð er oss nærri, þótt eigi sjáum vér hann, að hann er lífsförunauturinn, vinurinn og hjálparinn, eigi síður en löggjafinn. Og höfundarnir sem rita um félags-siðmenninguna, byggja kenningar sínar á þeim megin-sannleika að réttlætið sé hin eina sanna speki, úr því að það er réttlátur guð sem heim- inum stjórnar. Og hinir miklu prédikarar sem brýna svo fast réttlætisskylduna fyrir hverjum einstökum og þjóðfélaginu, þeir byggja allar sínar áminningar á því að guð sé nálægur mönn- unum. Þeim er það svo ljóst. Og hver einstök mannssál verður að vera guði að geði og honum samrímd til að geta lifað í friði við sjálfa sig. Og sama er um þjóðfélagið alt að segja. Það hefir svo sem ekki mikið að segja fyrir gildi biblí- unnar, hvort axarblaðið ílaut í ánni, hvort stórfiskurinn gleypti Jónas, hvort syndaflóðið náði yfir alla jörðina, hvort heimur- inn var skapaður á 6 dögum, hvort hinn fyrsti maður var syndlaus, þótt allir niðjar hans væru syndugir. Það sem á leikur er það, hve dyggilega og einlæglega þessir menn hafa lýst sinni trúarreynslu í kenningum sínum um líf einstaklings- ins og félagsheildarinnar. Og kenningavnar þeirra eða boðskapurinn sameiginlegi er í stuttu máli svo sem hér segir: Guð er einn. Hann er réttlátur og hann krefst réttlætis af börnum sínum. Hann heimtar ekkert fram yfir það, og lætur sér eigi minna nægja. Hann er vinur mannanna og

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.