Nýtt kirkjublað - 01.01.1912, Qupperneq 12

Nýtt kirkjublað - 01.01.1912, Qupperneq 12
NÝTT KIRKJUBLAÐ íandsmdla-hugvekjurnar. Heldux* hafa landsmálahugvekjurnar í N. Kbl. fengið ó- mjúkar viðökur hjá sumum. Oneitanlega minna pœr viðtökur á orðtækið: „Sannleikanum verður hver sárreiðastur". En ekki túlka blöðin par skoðanir þjóðarinnar, því að betri við- tökur hjá öllum þorra hugsandi manna hafa fáar hugvekjur fengið nú upp á síðkastið. Sönnun fyrir því, að þær hafi átt þarflegt erindi til fólksins. Almenningur hér á landi tekur enn ekki ókvæðisorð og persónulegar árásir og illkvittni fyrir góðar og gildar rök- semdir. Svo langt er þjóðin þó ekki leidd sem betur fer. Það er líka ein helsta vonin um, að blaðamennskuóöld- inni linni. Bjartsýni væri það að vísu um of, að ætlast til þess, að allir sem við landsmál fást geti unnið í samhug og bróðerni að heillum ættjarðarinnar. Þar eru svo misjafnir sauðir i mörgu fé, og vér menn- irnir verðum aldrei eins góðir eins og vér eigum að vera. En sú hugsjón hlýtur þó að vaka fyrir hverjum góðum manni að skiftar stjórnmálaskoðanir eigi aldrei að valda per- sónulegu hatiá og illdeilum. Annars er næsta örðugt að geta vænst heillarikrar fram- tíðar fyrir þjóð sina. Kærleiksboðorð meistarans mikla verður að njóta réttar síns, eins í viðureign stjórnmálamannanna, þrátt fyrir allan ágreining um einstök atriði. Ein fegursta mynd kærleikans er ætljarðarástin. Beiskyrt og vanlætingasöm getur hún að vísu orðið, orð hennar geta smogið inn í instu fylgsni anda og sálar, en eiturskeyti mann- hatursins og hefndargirninnar á hún ekki til í herfórum sínum. Það liggur því raunalega nærri, að efast um að sönn ættjarðarást eigi þar nokkurn hlut að máli, sem hinir leiðandi menn berast á banaspjótum persónulegs haturs og hefndar- girni, hversu hátt sem þeir skrafa Uin frelsi og framfarir ætt- jarðarinnar.

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.