Nýtt kirkjublað - 01.01.1912, Qupperneq 19

Nýtt kirkjublað - 01.01.1912, Qupperneq 19
NÝTÍ KmKjtmtAÍ) 15 Harmónía í kirkjum. Fríkirkjuorganistinn hér, Jón Pálsson, hefir á liðnu ári utveg- að orgel í ekki færri en 8 kirkjur: Akra, Kirkjuvogs, Skútustaða, Plugumýrar, Hofstaða, Kaupangs, Ólafsvíkur og Þingeyrar. Plest munu þau vera frá M. Hörugel í Leipzig. Þaðan útvegaði Jón orgelið, sem Jókaun kaupm. Jóhanuessou gaf nýskeð Heilsubælinu, og hið nýja hljóðfæri K. F. L. M. hér í bæ, bæði talin eiukar góð. Sambandsmál og fjármál. Sami merki stjórnmálamaðurinn er ritaði N. Kbl. í fyrra sum- ar um fjárkagsvoðann (fyrra ágústbl.) ritar aftur nú eftir kosn- ingarnar: Nú er um að gera að sigurvegararnir kunni að hagnýta sér sigurinn. Sambandsmálið má ekki og á ekki að koma á dagskrá fyrst um sinn. Fjármálin fyrir öllu. Að komast upp úr feninu sem allra fyrst, það er lífsspursmálið . . . Þessi flokkapólik blaðanna verður hrein og bein viðurstygð. Fiokkslaust blað, ritað með skynsemd og krafti, væri nú æskilegt. En hver getur blætt? Sambandsmálið aftur! Vér komumst ekkert að gagni áfram í því, fyr en vér getum sjálfir orðið á einu máli. Þossvegna óviua- fagnaður að rifja það nú upp, og hvað liggur líka áþví? Höfuui vór ekki nóg sjálfsforræði í bráðina? Meiri spurning, hvort vór erura nú menn fyrir þvi meiru. Ósjálfstæði þingmanna gagnvart fjárkröfum héraðanna er versti Þrándur í götu fyrir skynsamlegri sparnaðarstefnu. Útgjöldin gætu vel lækkað alt að 200 þús. krónum frá siðustu fjárlögum án nokk- urs hnekkis fyrir þjóðina, og af þvi mun sannarlega ekki veita, þrátt fyrir allar bollaleggingar um auknar tekjur. Þær þurfasauit að aukast um fleiri hundr. þús. „Ingólfur,, og „líkræðan11. Blaðið „Ingólfur11 hefir vandlætt yfir ræðuhaldi síra Ólafs Magnússonar í Arnarbæli við útför Eyjólfs lieitins Magnússonar. Húskveðja var þetta hjá síra Ólafi, haldin að Kotströnd. Næst stóð þar hinum látna Rannveig húsfreyja Helgadóttir, hálfsystir Eyjólfs. Átti Eyjólfur þar alt sitt athvarf hin siðari árin. Ritar Rannveig út af þessum greinum biskupi, „að sér og öllum öðrum, er heyrðu, hafi likað ræðan mæta ve), að því er hún best viti.“ — „Þess skal enn fremur getið,“ ritar húsfreyja, „að ræðan var nákvæmlega eins og eg óskaði eftir, er eg bað prest um hana, og töluð í þeim hreim, sem mér einmitt líkar svo vel, en sem illa lætur í eyrum sumra nútíðarmanna“.

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.