Nýtt kirkjublað - 15.02.1912, Side 6

Nýtt kirkjublað - 15.02.1912, Side 6
46^ __ NtTT KrRKJTJBLAÐ_____________________________ __ vex svo óskiljanlega kraftur til að starfa og stríða, hún fær svo mikla þolinmæði, augu hennar opnast til að sjá og skilja, kærleikurinn í brjósti hennar sigrar alt. Enginn jarðneskur lífsförunautur gæti veitt henni þetta, sem hún finnur til sín streyma við þessar samvistir á ein- verustundinni: Ekki faðir hennar né bróðir. Ekki eiginmað- ur hennar. Ekki presturinn hennar, hve rnætur sem hann væri. Enginn, — enginn hér ó jörðu, hve nákominn henni og ástfólginn sem hann væri. Og þegar hún hefir upp fyrir sér orðin þau, að ávöxtur andans er kærleiki, gleði, friður, þá veit hún hvað í þeim orð- um felst. Hún hefir svó iðulega sjálf gengið út í garðinn og lesið þau aldini. Hún biður ekki af þvi að hún trúir á guð. Hún trúir á guð af því að hún biður. Hún er svo sem ekki með nein- ar getgátur um guð eða rökfærslur, t. d. til þess að gera sér grein fyrir sköpunarverkinu. Hann er einka-trúnaöarvinurinn hennar. Hún getur alveg slept sér, þegar hún talar við hann. ' Hann og enginn annar fær að vita það sem dýpst og leynd- ast er í huga hennar. Og móðurina langar til að barnið fái hið sama að reyna. Hana langar til að kenna litla drengnum sinum að biðja. Eðlilega óskar móðirin þess, að hann eignist það líka sem bún befir reynt best að vera í lífinu, og einverustundirnar hennar hafa reynst henni betri en nokkuð annað. A hverju kveldi krýpur móðirin við hvílu drengsins síns, þegar dag- urinn er liðinn með vinnu sinni og leik, og samvistum manna slítur um sinn. Og móðirin biður til guðs ásamt barninu sínu: „Til hvílu með rnér hefi eg guð“. — „Faðir vor“. — „Drottinn blessi mig og varðveiti mig og elsku pabba og mömmu og litlu systur“. — — Það er einskær kærleiks og friðarstund. Og móðirin finnur til þess, án þess hún sé nokk- uð að reyna að skýra það, að þar er sá nálægur sem hún sér ekki. Barnið tekur á móti tilfinningunum frá móður sinni, það gerir sér enga grein fyrir því, en hugsar hið sama og móðirin. Ef litla systir er sjúk og þau hafa beðið saman, mamma og drengurinn hennar, fyrir elsku litlu systur, þá er áhyggjubyrðinni létt af barninu og henni er létt á móðurinni. Með þeim hætti er það, að móðirin leiðir litla drenginn

x

Nýtt kirkjublað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.