Nýtt kirkjublað - 01.04.1912, Side 4

Nýtt kirkjublað - 01.04.1912, Side 4
NÝTT KíítKJtrSLAÐ 76 þrjár sem eftir eru, ættu nú að fá að standa. Einkum er það fráleitt að leggja niður Mosfellskirkju. Það er sök sér þótt Búrfellskirkja væri sameinuð Klausturhólakirkju eins og fyrst var um rætt og stæði kirkjan þar kyr sem áður. Það er sárt til þess að vita, að það er eins og Islend- ingum sé ekkert heilagt á landi voru. Alt er líka orðið falt fyrir peninga, landið sjáltt, hvað þá annað! (Niðurl.) B. Th. M. semane, ii. Þó er enn ekki alt upptalið, sem fyrir augun ber í trjálundum Getsemane. Hér gefur að líta það sem er enn alvarlegra. Getsemane er fyrir oss kristna menn einnig staðurinn þar sem guðs sonur í fyrsta og einasta skiftið, — að því er oss er kunnugt, — biður guð, föðurinn, bœnar, er snert- ir sjálfan hann persónulega, og — fœr ekki bœnlieyrslu! Svo þungt sem það hefir verið fyrir Jesúm að heita á mennina sér til fulltingis, er þó aðalbaráttan í Getsemane bænar-barátta við föðurinn himneska sjálfan, — föðurinn, sem Jesús hafði verið að benda mönnunum á, reyna að koma þeim í skilning um, hve heitt og innilega elskaði þá, og væri föðurlega boðinn og búinn iil að likna þeim og liðsinna, og hversu hann biði með útbreiddan faðminn til þess að þrýsta að föðurhjarta sínu hverju syndarinnar barni, er þangað leit- aði, hve aundega sem væri ákomið fyrir því og hve djúpt sem það kynni að vera sokkið í synd og eymd. Og sjá, nú er svo kornið fyrir sjálfum honum, að sjálfs sín vegna hefir hann bæn fram að bera fyrir þennan sinn ósýnilega föður. Otal sinnum hafði hann áður átt tal við hann bæði opinber- lega eg einslega, ótal sinnum grátbænt hann um náð mönn- unum' til handa, en aldrei sjálfum sér til handa fyrri en nú. Og svo er hann aðþrengdur af dauðans angist og kvíða, að honum nægir ekki að ákalla margreyndan föðurkærleika bans, heldur heitir hann nú jafnframt á almætti hans. „Faðir minn“,

x

Nýtt kirkjublað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.