Nýtt kirkjublað - 01.04.1912, Síða 5
NÝTT KIRKJUBLAÐ
77
segir hann, „alt er þér mögulegt; tak þennan bikar frá mér;
ef mögulegt er, þá viki þessi bikar frá mér!“
Þegar svo er komið fyrir oss, aS vér oröum tilmæli vor
til einhvers manns á þessa leið: Gjör þetta fyrir mig ef nokk-
ur möguleiki er á, aS þú getir þaS! — þá er sjaldnast aS
því aS spyrja, aS oss er mikiS niSri fyrir og mikiö kappsmál
aö fá bæn vora heyröa. Og vér væntum þess þá líka fast-
lega, aö slík beiSni vor fái áheyrn. Um Jesúm vitum vér, aö
hann haföi í öliu lífi sínu veriS gagntekinn af þvi einu aö
grenslast eftir guSs vilja og framkvæma hann í öllum hlutum,
og aS hann, eins og freistingarsagan meSal annars vottar,
hafSi ávalt færst mjög fastlega undan aö heita á almætti guös
sér til fulltingis, — hve hefir honum þá veriö innanbrjósts,
hve hefir sála hans veriö sundurflakandi af dauöans angist á
þessari stundu, er hann nú alt í einu tekur aö minna guS á
almætti hans til fulltingis sér!
ÞaS er vissulega hverjum manni ofvaxiS aS gjöra full-
nægjandi grein fyrir sálarástandi fi'elsarans á þessu augna-
bliki, er hann í Getsemane fellur fram á ásjónu sína og mænir
tárvotum augum sínum til himins titrandi af óumræöilegri
geöshræringu, og særir guö um ab hlifa sér, ef nokkur veg-
ur sé til þess, við þeirri raun, sem hugur hans segir honum,
að nú sé fyrir hendi.
En hvað er þaS sem Jesú er svo þungbært tilhugsunar
og kviSvænlegt? Hvers vegna er honum þaS svo mikið á-
hugamál að fá að halda lífi, „ef mögulegt sé“ ? Því að vafa-
laust er það með öllu, að fyrir honum snýst nú alt um þetta
tvent: líf eða dauða,. Hann er ekki í neinum vafa um, að
fái mennirnir að ráða, þá verði hlutskifti hans dauði; en því
vill hann með fulltingi föðursins fá afstýrt „ef mögulegt er“.
Var Jesús þá hræddur við að deyja? Vafalaust hefir dauðinn
eins og á stóð, verið honum að sumu leyti ægilegur tilhugs-
unar, annars hefði hann ekki verið sannur maður. Því að
engin þrá er manninum ásköpuS, er að styrkleika jafnist við
lífsþrána. í djúpi hverrar einustu heilbrigðrar mannssálar
bærist einhver dularfull tilfinriing fyrir því eða að minsta kosti
hugboð um það, að vera ákvarðaður til að lifa, já lifa eilíf-
lega. En þessari tilfinningu, þessu hugboði virðist svo dauð-
inn mótmæla eða að minsta kosti ríða mjög óþyrmilega í