Nýtt kirkjublað - 01.04.1912, Qupperneq 12

Nýtt kirkjublað - 01.04.1912, Qupperneq 12
84 NÝTT KTRKJOBLAÐ reynt með því að spyrja fólk sem úr kirkju kemur, hvað presturinn hafi farið með í dag. Þegar Jóhannes skírari þrédikaði í eyðimörkinni, þá spurðu hóparnir hann, hver um sig: „Hvað eigum vér að gera?“ — Ræðan sú hitti í mark. Og fyrirskipanirnar til hvers um sig voru beinar og skýrar á eftir. 2. Hvað má prédikunin vera löng? Það er ekki hægt að ákveða það í stundarfjórðungum eða mínútum. Ræðan er of-löng, þegar áheyrendunum finst hún vera löng, og áheyrendunum finst hún vera löng, þegar hún er aðgjörðalaus, eða heggur altaf i sama farið. Kirkju- rækinn og guðhræddur áheyrandi á örðugt með að verjast óþoli, þegar alt er tilbreytingarlaust, gamla tískutalið sem hver kann orðið utanbókar, og hver getur botnað i hverja einustu setningu. Og svo altaf þetta slegið úr og í, í einhverri graut- argerðar-mærð. Þó að það nú aldrei sé nema hvíldardagur, þá erum við svo gerðir að við unum ekki slíku aðgerðarleysi: Ekkert sker úr, enginn áfangastaður fyrir hugann, og engu skilar áfram. Það verður alt langt og leiðinlegt með því lagi. Aftur er það einkenni á góðri ræðu, þegar hvert barnið finnur það strax hvað efni hennar á að vera, og alt er svo sagt blátt áfram, einfalt og óbrotið, náttúvlega og tilgerðarlaust. Hver röksemdin rekur aðra, þvi einu til sönnunar, sem með er farið í það skiftið, og sögur sagðar og dæmi tekin til skiln- ingsauka. Ályktunin kemur þá af sjálfu sér og áheyrandinn finnur að ræðumaður hefir sagt það sem hann þurfti að segja máli sinu til stuðnings, og þá hættir ræðumaður, hvort sem það hefir tekið hann lengri eða skemmri tíma. Það er góð prédikan, við skiljum hvað hún fer, meðan við hlustum á hana og þá er sennilegt, að nokkuð loði í okkur eftir á: Þarna var þó maður, sem bar svona lagað fyrir brjósti, og honum virtist bæði vera ant um sannleikann og líka um það að fara ekki illa með sinn tíma og annara. 3. Hver er góður prédikari. Maðurinn sjálfur er sálin í ræðunni. Nokkuð má nema og nokkuð má temja sér. Nokkuð má sækja í rit anuara og safna sér hugsanuforðu í minnisbókinu sína, En mestu varð'

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.