Nýtt kirkjublað - 01.04.1912, Blaðsíða 15

Nýtt kirkjublað - 01.04.1912, Blaðsíða 15
NÝTT KffiKJtJBLAÍ) 87 En undan hallinu kom fram lind, og mönnum reyndist það, að vatnið í þeirri lind var heilsubót margskonar meina. Og menn gjörðu þar djúpa steinþró, og hleyptu í vatninu úr lindinni, og reistu veglegt hús umhverfis með íimm súlnagöngum, og hét stað- urinn Beþesda, eða Miskunnar-heimkynDÍð. Þar læknaði Jesús manninn sem sjúkur haíði verið í 38 ár. Og litlu síðar bar svo við, að vatnið losaði um súluna, sem þarna haíði verið grafiu nið- ur, og trénu skaut upp og það var íarið burt með það. Lauginni var upp frá því horfinn allur lækniskraftur, en af viðinum var krossinn smíðaður, sem Jesús var festur á. Hann var ávöxturinn sem engillinn hafði um spáð, að verða mundi lækn- isdómur öllum Adams börnum. Alþýðufyrirlestrar í guðfræði. Það er ekki svo ómerkilegt tákn tímanna að núna undanfarið hafa fjórir alþýðufræðslu-fyrirlestrar um guðfræðileg efni verið á- kaflega vel sóttir hér í Reykjavík. Hólt prótessor síra Haraldur Níelsson tvo þeirra, er hljóðuðu um það livernig rit gamla testamentisins urðu helg bók og um spámenn Israels. Hina tvo hélt prófessor síra Jón Helgason um kristindó m in n o g náttúruvísindin og um náttúrulögin og kraftaverkin. Nýreistar kirkjur. JÞrjár nýreistar kirkjur hafa verið vígðar austanfjalls núna um og eftir nýárið, að Bræðratungu, Yillingaholti og Breiðabólsstað í Fljótsklíð. Er Breiðabólsstaðarkirkja sögð hin veglegasta, enda var hún allvel efnuð. Alt eru það timburkirkjur. Þá reis og upp árið sem leið steinsteypukirkjan í Vatnsfirði. Er hún ætluð fámennum söfnuði og þvi eigi stór, en kostaði samt fullar B000 kr. enda sögð hin prýðilegasta. Átti kirkjan í sjóði um 2000 kr., og söfnuðurinn tekur við henni með 1200 kr. láni úr Almenna kirkjusjóði. Hitt leggur síra Páll prófastur Ólafsson fram og fyrir skemstu reisti síra Páll einkar stórt og vandað timb- urhús á staðnum. Verður Vatnsfjörður Kristínar áfram „heiðarlega húsaður11 og „horfinn um með grænt torf“. Launar síra Páll hinum góða stað landskosti af mikilli sæmd. En „slotið11 verður að koti þegar nýju launalögiu ganga yfir. Verkiö þitt en ekki reiturnar. Um verkið þitt eftirskilda spyr dómur guðs og góðra manna að þór látnum. Viuuan sem þú skilar, ekki að vöxtunum til, held-

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.