Nýtt kirkjublað - 01.04.1912, Qupperneq 16
88
NÝTT ÖRKJUBLAÐ
ur eltir trúmenskunni og viðieitninni, er leiðarbréfið þitt inn í
næstu veröld. Hitt verður svo smátt og eykur svo lítið manngiidi
þitt, hvað þú að þér dregur af fjármunum fram yfir það sem þú
beint þarft til að rækja köllun þína.
Og vinnan sjálf er blessun lífsins.
Þegar betur er að gáð, þá er það svo fátt sem tekur því að
vilja eignast, en þau undur sem ógjört er, og gaman væri að geta
gjört eitthvað svolítið af.
Skraddara-þankar.
í stórbæ í Ameríku er fræg skraddaraætt, þar sem sonur hefir
tekið við af föður í rneira en öl<i og haldið stærstu klæðskerabúð-
ina. Út úr viðskiftabókunum hafa nú lærðir menn lesið, að inn-
byggjendur staðarins hafa á þessum 100 árum hækkað um l’/2
þuml., og breikkað um bringuna um 2 þuml., en maginn gengið
jafnmikið saman. Og nær framförin sú vonandi til fleiri bæja.
Má af slíku marka, svo sem Jón meistari Halldórsson i Skál-
holti sagði, hverjar listir lifa í bókunum, þótt heimurinn gjöristgamall.
Laus prestaköll.
Um Tjarnarprestakall á Yatnsnesi er síra Sigurður Jóhannes-
son einn í kjöri. Um Staðastað hafa þeir sótt: Sira Haraldur, að-
stoðarprestur á Kolfreyjustað, síra Haraldur á Hofteigi, síra Jó-
hannes, Kvennabrekku og sira Jón, Sandfelli. Umsóknarfrestur
um Melstað er til 3. maí.
Guðfræðiskandídat frá háskólanum.
I vetur lauk guðfræðisprófi við Hafnarháskóla Páll Sigurðs-
son, ættaður úr Gulíbringusýslu, með 2. betri einkunn. Verða þeir
nú líklega fáir úr þessu sem héðan sækja guðfræðisnám til Hafnar.
Sunnanfari endurvakinn.
Eftir 9 ára svefn heldur Sunnanfari áfram þar sem hætti í febr.
1903. Eru þeir feðgar dr. Jón Þorkeisson og Guðbrandur son hans rit-
stjórar. En dr. Jón var aðalmaðurinn við blaðið er þvi var haldið
úti í Höfn. Stofnað 1891.
JBjarml, kristilegt heimilisblað. Kemur út tvisvar í mánuði. Verð
1 kr. 50 au., í Ameríku 75 cent. Ritstjóri Bjarni Jónsson kennuri.
Breiðablik, mánaðarrit til stuðnings íslenskri menning. Ritsljóri
séra Friðrik J. Bergmann, Winnipeg. — Verð 4 kr. hér á landi. —Fæst
hjá Árna Jóhannssyni hankaritara.
Sameiningin, mánaðarrit hins ev.lút. kirkjuf. Isl. í Vesturheimi.
Ritsijóri séra Jón Bjarnason í Winnipeg. Hvert númer 2 arkir. Verð
hér á iandi kr. 2,00. Fæst hjá kand. Sigurb. Á. Gíslusyni í Rvk.
______________Ritstjóri: ÞÓRHALLUR BJARNARSON.
Félagsprentsmiðjan.