Fréttablaðið - 10.11.2009, Page 2

Fréttablaðið - 10.11.2009, Page 2
2 10. nóvember 2009 ÞRIÐJUDAGUR Ólöf, varstu fljót að finna rétta hillu í lífinu? „Já, og gat þá lagt það mál á hilluna!“ Uppáhaldshúsgagn Ólafar Guðrúnar Helgadóttur, kirkjuvarðar og sminku, er útskorin hilla sem hún erfði eftir fóstru föður síns. ÞÝSKALAND, AP Mikhaíl Gorbatsjov var hetja dagsins þegar hann kom til Berlínar í gær þar sem heima- menn fögnuðu því að tuttugu ár væru liðin frá falli Berlínarmúrsins. Angela Merkel Þýskalandskanslari þakkaði Gorbatsjov sérstaklega fyrir hans hlut í atburða- rásinni. „Þú gerðir þetta mögulegt. Af hugrekki þínu léstu hlutina gerast, og það er miklu meira en við gátum vænst,“ sagði hún við Gorbatsjov þar sem þau stóðu á götunni Bornholmerstrasse ásamt Lech Walesa, fyrrverandi Póllandsforseta, sem einnig átti með réttindabaráttu sinni stóran þátt í að flýta fyrir hruni alræðisstjórna í austantjaldsríkjunum. Það var einmitt á Bornholmerstrasse þar sem mannfjöldanum var fyrst hleypt í gegn að kvöldi 9. nóvember árið 1989. Merkel sjálf ólst upp í Austur-Þýskalandi og var ein þeirra sem fóru yfir múrinn þetta kvöld. Hún tók síðar í gær á móti leiðtogum allra aðildarríkja Evrópusambandsins, ásamt Dmitrí Medvedev Rúss- landsforseta. Efnt var til tónleika og minningarathafna í Berlín í gær. Meðal annars var þeirra 136 manna minnst sem létu lífið við að reyna að flýja yfir landamærin til Vestur-Þýskalands. - gb Fyrrverandi og núverandi þjóðarleiðtogar minntust falls Berlínarmúrsins: Merkel þakkar Gorbatsjov OPNUNAR MÚRSINS MINNST Mikhaíl Gorbatsjov, Angela Merkel og Lech Walesa á Bornholmerstrasse, þar sem fyrsta landamærahliðið var „óvart“ opnað fyrir tuttugu árum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP HEILBRIGÐISMÁL Tilraunastöðin á Keldum hefur staðfest að sýking í svínum á svínabúinu á Hrauk- bæ í Eyjafirði sé af völdum svína- flensuveirunnar. Tekin voru tíu sýni og reyndust þau öll jákvæð. Um leið og grunur vaknaði voru settar takmarkan- ir á flutning lífdýra frá búinu og allar smitvarnir hertar. Engin tengsl eru talin vera milli þessa tilfellis og fyrsta tilfellis svínainflúensu í svínum á Minni- Vatnsleysu á Vatnsleysuströnd. Aðrir svínabændur eru beðnir að vera vel vakandi fyrir einkennum svínaflensu á sínum búum. - jss Hraukbær í Eyjafirði: Svín sýktust af svínaflensunni VIÐSKIPTI Jón Sigurðsson, for- stjóri stoðtækjafyrirtækisins Össurar, hringdi bjöllunni sem markar lok viðskiptadagsins á Nasdaq-hlutabréfamarkaðnum við Times Square í New York í Bandaríkjunum í gær. Tilefnið er að um miðjan síðasta mánuð var áratugur liðinn frá því að fyrirtækið var skráð á hlutabréfa- markað hér. Þá voru bréf fyrirtækisins sömuleiðis tekin til viðskipta í kauphöllinni í Kaupmannahöfn í september. Með Jóni var Þórður Friðjóns- son, forstjóri Kauphallarinnar hér. Þetta er í annað skiptið sem Þórður lokar viðskiptadeginum en hann var þar með Kára Stefáns syni, forstjóra DeCode, þegar Kári hringdi Nasdaq- bjöllunni í júlí fyrir fjórum árum. - jab Jón Sigurðsson í BNA: Forstjóri Össurar lokaði Nasdaq JÓN SIGURÐSSON GARÐABÆR Garðbæingum gefst kostur á að hafa áhrif á gerð fjár- hagsáætlunar næsta árs á fundi með bæjaryfirvöldum á morgun. Ekki hefur fyrr verið boðað til almenns íbúafundar í Garðabæ vegna vinnu við fjárhagsáætlun. Að lokinni kynningu á starfsemi og fjárhagsstöðu verður efnt til hópastarfs þar sem bæjarbúar fá tækifæri til að koma sínum til- lögum að og verða þær hafðar til hliðsjónar. Leitað er eftir tillögum um viðbrögð við fyrirsjáan legum samdrætti í tekjum og hvar alls ekki megi draga saman. Fundurinn verður í Flataskóla og stendur frá 17.30 til 19. - bþs Fjárhagsáætlun Garðabæjar: Bæjarbúar fá að segja sitt SAMFÉLAGSMÁL Aðstandendur fyrir- hugaðs heilsuþorps á Flúðum halda áformum sínum ótrauðir áfram þótt dágóð leit að fjárfestum hafi enn ekki borið árangur. Tæpt ár er síðan skrifað var undir viljayfirlýsingu milli Heilsu- þorpa ehf. og Hrunamannahrepps um uppbyggingu 200 íbúða heilsu- þorps með hvíldar- og endurhæf- ingaraðstöðu í Laxárhlíð við Flúðir. Skipu- l a gsv i n nu í Hrunamanna- hreppi er lokið og verið er að teikna íbúða- hús og þjón- ustubyggingu. Ætlað er að allt að 140 störf kunni að skapast á byggingatíma en á annað hundrað beinna starfa þegar starfsemin er komin í gang auk 400 afleiddra starfa. Kostnað- urinn er talinn nema 5,5 milljörð- um króna. Árni Gunnarsson, einn aðstand- enda Heilsuþorpa, segir fyrir- tækið hafa kynnt verkefnið fyrir nokkrum erlendum fjárfestum en allir hafi þeir varann á gagnvart Íslandi og enginn hafi enn lýst sig reiðubúinn til að koma með fjármagn inn í landið. Fjárfestar austan hafs og vestan séu þó að fara yfir viðskiptaáætlunina og skoða málið. Þá sé von á kínversk- um fjárfestum í heimsókn. Að auki hefur verkefnið verið kynnt íslenskum lífeyrissjóðum og verkalýðsfélögum sem einnig hafi það til athugunar. Árni kveðst jafnframt hafa rætt við alla íslensku bankana en án árangurs. „Þar er allt lokað, jafnvel þó svo að bankarnir séu að þenjast út af peningum,“ segir hann. Efndir fylgi ekki orðum um nýsköpun. „Það er mikið talað um að það eigi að aðstoða sprotafyrir- tæki en við verðum ekki varir við aðgang að fjármagni,“ segir Árni. Nýverið fundaði hann með Ólafi Ragnari Grímssyni forseta. „Hann hefur reynst okkur mjög vel og gert það sem hann hefur getað. Hann og hans kona þekkja margt fólk og kannski kemur eitthvað út úr því. Ég hef sagt honum að ekk- ert sé að óttast því þetta er ekki útrásarverkefni heldur innrásar- verkefni,“ segir Árni. Heilsuþorp er sjö ára fyrir- tæki sem upphaflega hugðist reisa heilsuþorp á Spáni í sam- vinnu við þarlenda fjárfesta. Þeir urðu illilega fyrir barðinu á kreppunni og verkefninu var því sjálfhætt. Í framhaldinu var kosta á Íslandi leitað og urðu Flúðir fyrir valinu. „Það var langsamlega besti kostur inn,“ segir Árni. „Þar eru golfvellir, flugvöllur, gróðurhús, hestaleigur, gnótt af heitu og köldu vatni og afar jákvæð sveitarstjórn. Við höldum þessu ótrauð áfram enda verkefnið komið á talsverðan skrið.“ bjorn@frettabladid.is Leita fjárfesta vegna heilsuþorps á Flúðum Fyrirtæki sem hyggur á byggingu 200 íbúða heilsuþorps hefur kynnt verkefnið fyrir fjárfestum víða um heim. Allir eru á varðbergi gagnvart Íslandi. Kostnaðar- áætlun nemur 5,5 milljörðum króna. Forseti Íslands hefur lagt verkefninu lið. FRÁ FLÚÐUM Finnist fjárfestar og gangi allt eftir mun á annað hundrað starfa verða til í tengslum við heilsuþorpið. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ÁRNI GUNNARSSON FÉLAGSMÁL „Hér með lýsi ég yfir vantrausti á Gylfa Arnbjörnsson og skora á hann að segja af sér án tafar,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, stjórnarmaður í Verslunarmanna- félagi Reykjavíkur, á bloggi sínu um aðkomu forseta Alþýðusam- bands Íslands að kjaraviðræðum. Ragnar telur minnisblað sem birt er á netsíðunni wikileaks.org sýna að ASÍ hafi haft frumkvæði að því í febrúar á þessu ári að umsömd- um launahækkunum yrði frestað. Í minnisblaðinu er getið um að Sam- tök atvinnulífsins hafi óskað eftir því við ASÍ að fyrirtæki fengju möguleika á sveigjanleika við að efna samningana, meðal annars varðandi tímasetningu hækkana. „Þessu svaraði ASÍ með því að setja fram þá hugmynd að öllum launa- breytingum 1. mars yrði frestað til 1. júlí,“ vitnar Ragnar í minnisblað ASÍ. „Þetta staðfestir að hin gríðar- lega spenna sem var á milli SA og ASÍ var ekkert nema leikrit þar sem félagarnir Gylfi og Vilhjálmur voru í aðalhlutverkum. Menn stóðu með kaffibolla í hönd og þrömmuðu framhjá upplýstum gluggum, svo sjónvarpsvélarnar myndu örugg- lega ná að mynda skrípaleikinn,“ skrifar Ragnar. „Það eitt að ASÍ hafi svo átt frumkvæðið að frestun launahækkana er í sjálfu sér kistu- lagning Alþýðusambandsins.“ Ekki náðist í Gylfa Arnbjörnsson í gærkvöld til að fá viðhorf hans til ásakana Ragnars. - gar Stjórnarmaður í Verslunarmannafélagi Reykjavíkur segir ASÍ og SA í skrípaleik: Skorar á forseta ASÍ að hætta RAGNAR ÞÓR INGÓLFSSON Segir ASÍ hafa haft frumkvæði að frestun launa- hækkana og krefst tafarlausrar afsagnar forseta sambandsins. Það er mikið talað um að það eigi að aðstoða sprota- fyrirtæki en við verðum ekki varir við aðgang að fjármagni. ÁRNI GUNNARSSON HEILSUÞORPUM EHF. FÓLK Gunnar Haraldsson, stjórnar- formaður Fjármálaeftirlitsins, mun láta af því starfi á næstunni. Hann hefur verið ráðinn í starf hagfræð- ings hjá sjávar- útvegsdeild Efnahags- og framfarastofn- unar Evrópu í París frá ára- mótum. Gunnar, sem jafnframt er forstöðumaður Hagfræðistofnun- ar HÍ, staðfesti þetta í samtali við Fréttablaðið í gærkvöldi. Hann sagðist ekki enn hafa sagt stjórnarformannsembættinu lausu en myndu gera það á næstunni. Þá skýrðist fljótlega hver tæki við starfi hans hjá Hagfræðistofnun. Gunnar er doktor í hagfræði frá háskólanum í Toulouse í Frakk- landi. Hann hefur sérhæft sig í rannsóknum á sviði fiskihagfræði. - pg Fer til starfa hjá OECD: Stjórnarfor- maður FME hættir störfum GUNNAR HARALDSSON Flestar kýr á Suðurlandi Mjólkurkýr eru flestar á Suðurlandi en þar eru 37 prósent allra íslenskra mjólkurkúa. Sauðfé er hins vegar flest á Norðurlandi. Þar eru 22 prósent alls íslensks sauðfjár. Þessar upplýsingar koma fram í Landshögum 2009, riti Hagstofu Íslands. HAGTÖLUR Kvæntir karlar tekjuhærri Meðaltekjur kvæntra karla árið 2008 voru 6,9 milljónir króna. Þeir voru með 2,6 milljónum króna hærri tekjur en kvæntar konur en meðaltekjur þeirra voru 4,3 milljónir. Þetta kemur fram í Landshögum, riti Hagstofu Íslands. SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.