Tímarit iðnaðarmanna - 01.03.1931, Síða 13
T í M A R I T
IÐNAÐARMANNA
nokkur ár. Árið 192fi var það tekið upp aftur
og þá kosin nefnd i það. Átti sú nefnd fyrst
og fremst að koma með tillögur um gerð fán-
ans og safna fje til lians. Meiri hluti nefndar-
innar komst fljótlega að þeirri niðurstöðu, að
ánægjulegast væri að gera fánann úr islensku
togi, listofinn og leituðu um það ráða til
kenslukonu i listvefnaði, Brynhildar Ingvars-
dóttur, sem þá var á Akureyri. Samtimis var
leitað til Iðnaðarmannafjelagsins í Reykjavík
um samvinnu um gerð merkis, er nota mætti
í fánann og skoða mætti sem táknmynd iðn-
aðar alment. Lá þar sú hugsun til grundvallar,
að ef samkomulag næðist um siíkt merki, þá
skyldi það notað sem iðnaðarmerki um land
alt. Á fundi, sem stjórn Iðnaðarmannafjelags-
ins hjelt með fulltrúum frá iðngreinunum og
fleirum, sem við iðnaðarmál voru riðnir, var
kosin nefnd i málið, og voru í henni þeir Helgi
H. Eiríksson, skólastjóri. Jón Halldórsson hús-
gagnasmíðameistari og Ríkarður Jónsson,
myndhöggvari. Eftir miklar bollaleggingar
varð nefndin sammála um merki er liún taldi
geta táknað allan iðnað í landinu og gæti not-
ast í fána allra iðnaðarfjelaga, ef aðeins væri
breytt um nafn í því. Ríkarður Jónsson teiknaði
nú merkið en Einar Gíslason málari litaði og
málaði um það bláan fána, sem síðan var
sendur norður. Á fundi 1928 samþykti svo fje-
lagið með miklum meiri hluta atkvæða að fela
fánanefnd sinni að láta gera fánann úr togi og
eftir fyrirmyndinni að sunnan. Hefir öllum
komið saman um að þetta liafi tekist vel, enda
var i alla staði reynt að vanda til verksins.
Mæðgurnar Ingibjörg Þórðardóttir og IJalldóra
Jónsdóttir á IJofi í Svarfaðardal tættu efnið og
spunnu, bæði í uppistöðu og ivaf, Jónas Þór
verksmiðjustjóri á Akureyri litaði ivafið, alls
14 lili, en Brynhildur Ingvarsdóttir óf fánann.
Stöng og annar útbúnaður er gerður af smið-
um Akureyri, en Sveinbjörn Jónsson, sem var
form. fánanefndar, hafði aðalumsjón með fram-
kvæmd verksins.
Fáninn var að mestu fullgerður i maí 1930
og var þá i fyrsta sinn borinn fyrir Iðnaðar-
mannfjelagi Akureyrar við jarðarför Páls Ár-
dals skálds og konu hans, en Páll var heiðurs-
fjelagi Iðnaðarmannafjelagsins. Síðan var fán-
inn sendur á Landssýninguna 1930 og hlaut þar
alment lof sem dýrmætt listaverk.
Með öllum útbúnaði kostar fáninn um 1700
kr., og er því fje safnað með frjálsum sam-
skotum og happdráttum meðal fjelagsmanna.
Svbj. Jónsson.
Það er Iðnaðarmannafjelagi Akureyrar og
öllum aðstandendum til hins mesta sóma að
hafa komið upp þessum fallega og listgerða
fána sínum. Æskilegt væri það einnig, að sam-
komulag næðist meðal iðnaðarmanna um alt
land um eiií iðnmerld, sem öll fjelög gætu
notað með nafnreytingu aðeins. Þarf það að
vera þannig, að það feli í sjer eitthvað það, sem
við allan eða flestan iðnað er notað. Það þarf
að vera laglegt og smekklegt en þó einfalt og
auðgert. Alla þessa kosti virðist merkið í Ak-
ureyrarfánanum hafa.
Einstaka raddir hafa lieyrst um það, að
gyðja eða kvcnmaður, nakinn eða klæddur,
væri tilvalið merki eða tákn iðnaðar, og hafa
þá einkum Iðunni i liuga. En Iðunn var gyðja,
kona skáldguðsins Braga, og liafði það hlut-
verk að gæta liinna eilífu ungdómsepla. Hafa
Ásynjur og aðrar gyðjur jafnan verið tákn
vísinda og lista, og er iðnaðarmönnum lítt sæm-
andi að þurfa að linupla þeim þaðan. Væri þá
hugkvæmnin lítil og ímyndunin ófrjó, ef ann-
ars væri ekki úrkosta. — Er vonandi að iðnað-
armenn i Reykjavík geti fallist á liið fallega
merki, sem Akureyringar hafa þegar tekið i
fána sinn. Ritstj.
Hjálp í viðlögum.
Helstu atriði.
Eftir Davíð Scheving Thorsleinsson, lækni.
I þeim kafla af grein þessari, sem birtist í síðasta
hefti Tímaritsins, er þess getið, að í kolagasi sje
venjulega brennisteinn og þessvegna brennisteinslykt
af gasinu. Petta er því aðeins rjett, að ekki liafi tek-
ist að hreinsa gasið fullkomlega. Af vel hreinsuðu
gasi úr góðum kolum á ekki að vera nein brenni-
steinslykt. Aftur á móti er af venjulegu kolagasi á-
lcveðin lykt, sem er sjerstök fyrir þá tegund kolvetna,
sem gasið er aðallega myndað af, og leynir sú lykt
sjer ekki, sje nokkuð að ráði af gasi í húsinu.
[ 7 ]