Tímarit iðnaðarmanna - 01.03.1933, Side 4

Tímarit iðnaðarmanna - 01.03.1933, Side 4
T í M A R I T IÐNAÐARMANNA Til lesendanna. í vetur liefir verið nokkur lireyfing innan Iðn- aðarmannafjelagsins um það, að stækka tíma- ritið og breyta tilhögun þess á fleiri hátt. Hafa nefndir haft málið til meðferðar og það verið rætt á fundum í fjelaginu. Ýmsir erfiðleikar liafa þó verið á því, að koma þessum breyt- ingum fram, meðal annars kostnaður og ónóg- ur undirbúningur. Það hefir meðal annars ver- ið talið ólijákvæmilegt, að áskriftaverð ritsins yrði að hækka eftir því, sem lieftum fjölgaði og ritið stækkaði, en skoðanir verið skiftar um það, hvernig shkri verðhækkun yrði tekið af kaupendum. Hafa þessar umræður orðið til þess, að dráttur varð á því, að framkvæmda- nefnd, tímaritsnefnd, yrði kosin, og hún síðan ráðið ritstjóra, og kemur því þetta fyrsta hefti árgangsins seinna út en áður hefir verið og vera þarf eftirleiðis. Eru kaupendur vinsamlega beðnir að afsaka það og taka þessar ástæður til greina. Verður reynt að bæta það upp með því að láta 1 hefti koma mánaðarlega úr þessu, og verða þá lieftin 6 í ár. Á verðið jafnframt að verða 1 kr. lieftið eins og að undanförnu eða 6 kr. árganguriim og getur þá nefndin og fjelagið farið nokkuð eftir því, hvemig þess- ari stækkun og verðhækkun verður tekið, þeg- ar taka skal ákvörðun um fyrirkomulag rits- ins eftir þetta ár. Undirritaður hefur tekið að sjer að halda ritstjórninni út þetta ár, en sjer ekki kleift að bæta þeim störfum á sig lengur, allra síst ef ritið ætti að stækka ennþá meir á næsta ári. H. H. Eiríksson. settist Bjarni að á Akureyri og hefir búið þar síðan. Verkefni Bjarna þar í bænum liafa ver- ið mikil og margvísleg, enda hefir hann ætíð unnið sér gott álit sem góður smiður og ötull og ákveðinn stjórnandi. Hefir liann breytt og stækkað fjölda skipa og smíðað mörg að. nýju. Hann færði fljótt í horf setningartæki skipa og setti á land 100 smálesta skip, í stað þess að áður var hægt að taka á land aðeins 25 smálesta skip. Mörg hús hefir Bjarni bygt á Akureyri, þar á meðal gamla Barnaskólann, sem nú er bókasafnshús. Oft var Bjarni fenginn fra fjarlægum hér- uðum til smíða. Hann reisti verslunarhúsin á VestdalsejTÍ (við Seyðisfjörð) og hafskipa- bryggjuna þar. Hann brúaði austurkvísl Hér- aðsvatnanna ( í Skagafirði) og setti þá upp og notaði fallliamar, sem mun vera sá fyrsti er notaður hefir verið hér á landi. Hann bygði brú á Norðurá í Norðurárdal og stýflu i Glerá, sem enn stendur. Var tvisvar búið að byggja þá stýflu áður, en áin rutt henni burt í vatna- vöxtum. Bjarni var hvatamaður að byggingu liaf- skipabryggju á Akureyri 1898 og stóð fyrir því verki. 1922 var liann einn af hvatamönnum þess, að skipakvi var byggð norðan við Torfu- nefsbryggjuna og stjórnaði því verki fyrst i stað. Frá því fyrsta liefur Bjarni haft marga læri- sveina við smíðar, sem nú eru dreifðir út um Norðurland og víðar. 1898 var Bjarni kosinn í bæjai'stjórn Akur- eyrar og starfaði aðallega i hafnarnefnd. 1914 var liann aftur kosinn í bæjarstjórn og var þá í fátækranefnd. Beitti liann sér þá fyrir því, að bærinn keypti og innréttaði stórt liús til íbúð- ar fyrir þurfainenn bæjarins. Siðan 1887 hefir Bjarni stundað útgerð sam- liliða smíðum sínum og gerir það enn i dag. Hann er heiðursfjelagi í Útgerðarmannafélagi Akureyrar og var mörg ár í stjórn og gjald- keri fiskifjelagsdeildar Akureyrar. Póstferðir um Eyjafjörð og nærliggjandi hafnir annaðist bann i mörg ár og fórst það vel. Hann hefir verið skoðunarmaður skipa siðan skipaskoðun var lögleidd og er nú formaður þeirrar nefnd- ar á Akureyri. Nú er Bjarni hættur smíðum, enda er starfs- tírni lvans orðinn um 50 ár. Hann hefir að inörgum og margvislegum franikvænidum unnið norðanlands, enda þótti um langt skeið sjálfsagt að snúa sjer til lians, er um vandasöm verk var að ræða. En oft þótti hann óþjáll og stífur og fór lítt að annara ráðum. Nokkru eftir aldamótin fór Bjarni til Noregs að sjá sig um og atliuga síldarverksmiðjur og [ 2 ]

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.