Tímarit iðnaðarmanna - 01.03.1933, Blaðsíða 10
T I M A R I T
IÐNAÐARMANNA
þess að iðngreinum lijer á landi mætti fjölga
og blómgast og verða landi voru og þjóð til
lieiðurs, lieilla og hlessunar.
Reykjavík, 29. april 1933.
St. Sandholt.
í tilefni af 25 ára afmæli Bakarasveinafjelags
Islands, 4. febr. s.l. gaf Bakarameistarafjelag
Reykjavíkur fjelaginu forkunnar fagran bikar
úr íslensku hirki gjörðan af hagleiksmanninum
Rikarði Jónssyni. Ennfremur afhenti fonnaður
Bakarameistarafjelagsins Balcarasveinafjelag-
inu sjóð að upphæð kr. 1000.00. Nafn sjóðsins
er „Utanfararsjóður brauð- ogkökugerðarsveina
Islands“. Markmið sjóðsins á að vera, að styrkja
sveina sem taldir eru skara fra múr og vilja
sigla uta ntil að fullkomna sig í iðninni. Stjórn
sjóðsins skal skipuð 3 mönnum, einum af hálfu
B. M. F. R., einum af hálfu B. M. S. í. og skulu
j>eir í sameiningu velja sjer þriðja mann.
Innlend skinngörfun.
Görvun eða sútun skinna er margbrotnara
og vandasamara verk en menn í fljótu hragði
ætla. A jeg þar við sútun snöggra eða rotaðra
skinna. Görvun loðskinna er venjulega með hin-
um óhrotnasta hætti, þar sem hún hefir aðeins
að markmiði að taka hráann úr skinnunum,
gera þau voðfeld, en ytra borðið, feldurinn, lát-
inn halda sjer óbreyttur. Þó er þar að vísu einn-
ig um aðra greiu að ræða, sem er stæling, þ. e.
að breyta ljelegum skinnum þannig, að þau fái
útlit góðskinna, og þarf mikla kunnáttu til þess,
en hjer kemur það ekki til greina.
Til þessa hefir lijer varla verið um annað að
ræða en oliugörvun á gærum. Er það, eins og
áður er getið, sæmilega auðvelt en þarf þó
allmikinn úlhúnað ef á að reka það sem at-
vinnu. En á seinni árum hafa þó íslenskir sút-
arar verið að færa sig upp á skaftið. Hafa þeir
tekið rotuð (afulluð) íslensk sauðskinn til
görvunar og hefir það tekist vonum fremur.
Er þar bæði um álúngörvun að ræða; verða
þau skinn hvit og mjúk, teygjanleg, og eru að-
allega notuð i hanska, ennfremur í orgelbelgi
o. fl. Þá er görvun með grenilút; verða þau skinn
ljós eða gulleit og eru notuð við söðlasmíði,
hókhand o. fl. Taka þau vel litun og lita iðn-
aðarmennirnir þau oft sjálfir eftir þörfum sin-
um. Muil þegar vera framleitt hjer nóg af því,
sem söðlasmiðir nota af sauðskinnum til iðn-
ar sinnar. Bókhindarar gera strangari kröfur
um fallegt útlit og er tæplega að sútarar hjer
geti fullnægt þeim kröfum, síst ef nota á skinn
með sinum eðlilega gula lit.
íslensk sauðskinn þykja mjög hentug til þess-
arar görvunar. I erlendum sauðskinnum reyn-
ist oft vera tvískinnungur, þ. e. að í þeim eru
tvö lög og má oft rifa innra borðið frá; stafar
þetta af fitulagi, sem mjmdast í húðinni á mjög
feitu fje, en hjer er fje víða svo magurt að til
þess kemur ekki. Sauðfé er ræktað meira en
nokkur önnur dýrategund í heiminum og er því >
ógrynnin öll af sauðskinnum á markaðnum.
Þau jafnast ekki á við margar aðrar skinnateg-
undir að gæðum og' eru því notuð til allskonar
stælinga, líkt og kanínuskinn á loðskinnamark-
aðnum. Til þess að geta gert görvun íslenskra
sauðskinna að innlendri atvinnugrein þurfum
við að verða lærðir í þessum stælingum, þ. e.
gera áferðina liina sömu og er eðlileg á ýmsum
góðskinnum, t. d. saffian, maroquin (serkja-
skinn), chagrin o. s. frv. Eftir þeirri þekkingu
sem jeg hefi á þeim málum, lield jeg að við
verðum að fara varlega í að gera okkur háar
vonir um árangur af því. Þar þarf að minsta
kosti að vanda mjög til alls undirhúnings. Þó
að skinnin sjeu góð í sjálfu sjer, sem sauðskinn,
verðum við að gæta þess, að lijer verður aðal-
lega um stælingar að ræða.
Ennfremur eru sauðskinn notuð i svonefnd
þvottaskinn (vaskeskind) og liefi jeg sjeð mjög
falleg sýnishorn þeirra hjá Sambandi ísl. sam-
vinnufjelaga.
Enn má nefna selskinnin og' liefir görvun
þeirra tekið mjög miklum framförum nú á
síðari árum, aðallega hjá Bergi Einarssyni sút-
ara lijer í Reykjavík. Garvar liann þau sem
loðskinn, litar þau með ýmsum liætti og eru
þau liæði falleg og vönduð vara. Sjer maður nú
orðið margar konur i mjög fallegum kápum
úr þessum skinnum hjer á strætum höfuðstað-
arins.
Ársæll Árnason.
[ 8 ]