Tímarit iðnaðarmanna - 01.03.1933, Blaðsíða 14
T í M A R I T
IÐNAÐARMANNA
í sambandi við samtakaleysið, mætti koma í
gott liorf á stuttum líma ef samtökin væru
nægilega öflug.
2. í sambandi við sameiginleg innkaup á viði
má geta þess, að allar peningastofnanir eru svo
að segja lokaðar liúsgagnasmiðum, nema ef til
vill örfáum þeim stærstu. Þetta á mestan þátt
í því, að ekki hefur verið hægt að gera hagfeld
innkaup á efni. Algengasta leiðin, sem farin er,
mun vera sú, að kaupa viðinn í smásendingum,
gegn 3ja mánaða víxli. Þetta fyrirkomulag er
alveg ótækt til frambúðar, það vita allir, sem
það hafa reynt. Það er nú liðið eitt ár síðan
sparisjóður iðnaðarmanna var stofnaður í
Reykjavík. Ennþá býður sú stofnun þau kjör,
að ómögulegt er fyrir iðnaðarmenn að nota
þau.
Vöntun á ódýru rekstursfé er orðin svo mik-
il, að ómögulegt er fyrir þing og stjórn að
Jiundsa það mál lengur.
3. Fæð kaupenda stafar ekki eingöngu af
fólksfæð, heldur einnig af peningaleysi því, sem
nú þjáir allar millistjettirnar. Á góðum tímum
kaupa þær og verkamennirnir talsvert af hús-
gögnum, því þær stjettir hafa að heita má,
verið liúsgagnalausar. Þessi markaður er nú al-
veg lokaður, og mun ekki opnast aftur, fyr en
batnar í ári, og húsgagnasmiðir geta lækkað
verðið á framleiðslu sinni.
Það er ekki hægt að lækka verðið á hús-
gögnum nema með því að umskipuleggja þessa
iðngrein. Dýrt efni á mestan þátt í því, að hús-
gögn eru svo dýr hjer á landi. Jeg hefi hjer
drepið á þá leið, sem reynt verður að fara
til að lækka þann lið. Yfirleitt eru vinnulaun-
in ekki hærri hjá þessari iðngrein, heldur en
öðrum skyldum, svo þau mega ekki lækka.
J. Jeg mintist á fábreytni í vörúm þeim, sem
notaðar eru til húsgagna. Þar á eg aðallega við
bæs, skrár, lamir, skilti og ótal margt fleira,
sem mikið er jiotað. Verslanir þær, sem þess-
ar vörur selja, hera fyrir sig tvent, þegar þær
eru ásakaðar um þessa fábreytni. Annað er
það, að húsgagnasmiðir geri ekki meiri kröfur
en þetta, og hitt að innflutningshöftin eigi sök
á þvi, hvað fátt sje til. Af hvoru, sem þetta
stafar, þá verður það að lagast í nánustu fram-
tíð.
Eg vil í þessu sambandi minnast þess, að ís-
lenskt áklæði er ekki hægt að fá, enda þótt ull-
iu sje i lágu verði og htt seljanleg. Eg vil skora
á islenskar dúkaverksmiðjur að hæta úr þessu
fyrir næstu íslensku viku. Nú á síðustu tímuni
liefur talsvert aukist áhugi manna fyrir heima-
ofnu ákiæði, svo jeg vildi nota tækifærið og
ljiðja heimilisiðnaðarfjelögin að sjá um, að alt-
af sje nóg af því á bösurum eða i öðrum út-
sölustöðum íslensks vefnaðar.
Að síðustu vil jeg fara nokkrum orðum um
útlit (stíl) þeirra liúsgagna sem sýnd voru á
íslensku vikunni.
Nú má segja að það sje að mestu horfinn
jjessi óskaplegi ,,prislistastíll“, sem var um
um tíma búinn að hertaka íslenska húsgagna-
smíði. í hans stað er jkominn sá stíll, sem mest
er notaður á stórframleiðsluhúsgögnum i Þýska
landi, og er hann sæmilegur útlits. Annars mun
jeg síðar fara nánar út i það mál.
Jónas Sólmundsson.
„íslenska vikan á
Suðurlandi.“
Deild á Suðurlandi fvrir ísl. vikuna, var stofn-
uð mánudaginn 15. maí. Var sá stofnfundur
framhald af öðrum fuudi, sem haldinn liafði
verið til stofnunarinnar, en þótti málið ekki
nægilega undirhúið til endanlegrar ákvörðunar.
A þessum fundi var skýrt frá því, að 70 ein-
staklingar, iðn- og iðjufyrirtæki væru komin
í deildina. Var síðan rætt og samþykt frum-
varp til laga fvrir deildin, og fer það hjer á
eftir:
Lög fyrir
fjelagið „fslenska vikan á Suðurlandi“.
1. gr.
Xafn fjelagsins er „íslensku vikan á SuÖurlandi".
Heiniili ]>ess er i Reykjavík. FjelagiÖ er stol'nað til
Jtess að vinna að bættum þjóðarbúskap íslendinga,
])annig að innlend viiina, afurðir og afrek sje öðru
fremur notað, ef verð og gæði eru áþekk.
[ 12 ]