Tímarit iðnaðarmanna - 01.03.1933, Síða 16

Tímarit iðnaðarmanna - 01.03.1933, Síða 16
T I M A R I T IÐNAÐARMANNA Stjórnin stýrir málefnum fjelagsins mitii funda. Hfm keinur frarn fyrir hönd fjelagsins í öllu því er starfsemina varðar og vinnur að markmiði fje- lagsins á þann hátt, er hún telur best og i samræmi við vilja fjelagsmanna og L. í. V. 11. gr. Endurskoðendur eru tveir og einn til vara, kosnir einn á hverju ári, þannig að kjörtími hvers er þrjú ár, nema hinna fyrstu, er víkja eftir hlutkesti. Endurskoðendur skulu áriega rannsaka hag fjelags- ins allan og fjármálastjórn og gefa aðalfundi skýrslu um störf sin. 12. gr. Lögum þessum má aðeins breyta á aðalfundi. Þau skulu staðfest af L. I. V. og breytingar eru því að- eins gildar, að þær sjeu staðfestar á sama hátt. í stjórii deildarinnar voru kosnir: Helgi Bergs, framkvæmdastjóri, Brynjólfur Þorsteinsson, bankaritari, Eggert Kristjánsson kaupmaður, Guttormur Andrjesson, byggingameistari, Tómas Jónsson, kaupmaður, og varastjórn: Halldóra Bjarnadóttir, forstöðukona, Metúsalem Stefánsson, búnaðarmálastjóri, Aðalsteinn Kristinsson, forstjóri, Sigurður Halldórsson, Jiúsasmíðameistari, Tómas Tómasson, framkvæmdastjóri. Endurskoðendur voru kosnir þeir Helgi H. Eiríksson, skólastj. og Arnþór Þorsteinsson, verslunarm. og til vara, Árni Einarsson, kaupm. Á Akureyri liefur önnur deild verið stofnuð og er Baldvin Ryel kaupm. formaður hennar. Vikur. Innlent skjólefni til húsagerðar. Það er kunnara en frá þurfi að segja að mjög miklar framfarir liafa orðið á siðustu árum í islenzkum iðnaði. Sjerstaklega þá að því leyti að viðfangsefnunum hefir fjölgað mikið. En vaxandi fjölbreytni í iðnaði krefur stöðugl nýrra og nýrra Iiráefna, innlendra og útlendra. Þar sem svo er liáttað, þarf þjóðin stöðugt að vera á verði um það, að kaupa ekki inn í land- ið þau efni, sem til eru í landinu, jafngóð eða betri en þau útlendu. íslendingar liafa á siðast- liðnum áratugum bakað sjer óljætanlegt tjón með því að gleypa bráa ýmsa háttu erlendra þjóða í stað þess að taka lærdóm þeirra og rejmslu til hliðsjónar og íslenska síðan verkefn- in í hendi sjer. Eitt af því sem íslendingar bafa keypt inn í landið og greitt of fjár fyrir á síðustu árum. er skjóllag innan á liúsveggi, einkum steinbúsa. Þó er til í landinu gnægð efna, sem eru jafngóð og betri. A síðastliðnum 5 árum, sem hagskýrslur ná yfir (1927—’31) hafa verið fluttar inn skjól- plötur til húsagerðar fvrir kr. 502.917 þar af er kork kr. 351.884 aðrar plötur ýmsar teg. kr. 151.033. Efnin, sem við eigum til í landinu og gæt- um notað í stað hinna útlendu eru t. d. mór, reiðingur og vikur. Mórinn er sjerstaklega hentugur til tróðs í holsteypta veggi. Þarf þá ekki annað en þurka hann og mylja. Þetta liefir nokkuð tíðkast í sveitum undanfarin ár, mest fyrir atbeina Jóhanns Kristjánssonar bygging- armeistara. En ekki er þessu gaumur gefinn svo sem vert væri. Úr mó og torfi (reiðingi) mætti gera ágætar skjólplötur innan á veggi, en yrði þá sennilega að vinna þær með góðum og fullkomnum vjelum ef vel ætti að vera. Þýskar torfplötur liafa sjest bjer í byggingar- efnaverslun, það er sama sagan og um útlendu „fjallagrösin íslensku“ í lyfjabúðunum. En það efnið islenska, sem að ýmsu leyti er Iieppilegast, sjerstaklega í stað korks, þar sem múrsljetta skal innan á — er vikurinn. Hafa þegar verið gerðar ítarlegar rannsóknir, sem sýna að efni þetta er mjög framarlega í röð- inni bvað einangrun snertir, borið saman við önnur efni, sem undanfarin ár bafa mest verið notuð bæði bjer og erlendis, enda fer nú notkun vikurs óðum í vöxt í nágrannalöndum, og eru þegar farnar að berast bingað eftirspurnir frá öðrum löndum. Fylgir lijer á eftir tafla sem sýnir árangur þessara rannsókna. Auk þess að vera ágætt skjólefni eins og rannsóknir bafa leitt í ljós, eru vikurplötur að ýmsu leyti heppilegri en kork. í fyrsta lagi má telja að endingin sje ósam- bærileg. Vikur er algerlega „dautt“ efni og end- ist öld eftir öld. Miðað við það má segja að [ 14 ]

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.