Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1939, Page 7
1. HEFTI — 12. ÁRG. 1939
TIMAIRIT
IÐNAPAIRMANNA
GEFIÐ ÚT AF LANDSSAMBANDI IÐNAÐARMANNA í REYKJAVÍK
. ixarp
Arið 1938 uvöu engir stórviðburðir í sögu íslenzks iðnaðar og atvinna
islenzkra iðnaðarmanna og afkoma var misjöfn eftir iðnum, atvikum
og staðháttum. Þó verður að telja, að árið hafi verið sæmilegt að þessu
leyti, og atvinnuskilyrðin í skárra tagi. Þróun undanfarinna ára hélt
áfram i sömu áti, iðnaðarmenn stóðu og siörfuðu saman í flestum
málum, og trygðu aðstöðn sina á grundvelli þeirra ákvarðana, er félag-
skapur og samtök þeirra höfðu tekið á undanförnum iðnþingum. Iðju-
fyrirtækin hafa yfirleitt þrifist vel, ný fyrirtæki tekið til starfa, nýjar
uppfinningar og tilraunir komist til framkvæmda og nýr árangur og ný
reynsla fengist af ýmsum þeim athugunum, sem menn hafa haft með
höndu/n á þessu sviði. Vinnutruflanir hafa verið með minsta móti, og
þótt ýmis ágreiningur hafi risið upp og nokkrir smærri árekstrar orðið,
þá hafa þeir ekki orðið til verulegs meins, en aðeins haldið athyglinni
vakandi.
En eftir að hafa litið um ö.rl til liðna tímans, ber að snúa við og horfa
jram til ársins 1939. Hvers megum vér vænla af því? Það eru stór og
dökk ský á lofti, er mæta augum vorum, efnisskortur vegna gjaldeyris-
vandræðanna og þverrandi kaupgeta almennings vegna atvinnuleysis
og óvissu um framtíðina. Hvort þingi og stjórn tekst að greiða þar úr,
verður engu spáð um hér. En liitt vildi ég le.ggja áherzlu á, að því meiri
hætta, sem er á ferðum, því meiri erfiðleikar, sem mæla oss, því meira
ríður á því, að halda fast saman og vinna í bróðerni og einlægni að því,
að greiða úr vandræðunum og láta engum sundrungaröflum né óheil-
indamönnum líðast að tvístra kröftunum né rífa niður það, sem þegar
hefir verið bygt upp með margra ára elju og átökum.
Með þeim ásetningi skulum við allir horfa vonglaðir og vígdjarfir
fram í tímann.
Þökk fyrir samstarfið érliðna árinu!
Gott og farsœlt nýtt ár!
HELGl H. EIRÍKSSON.
1