Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1939, Síða 8

Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1939, Síða 8
Tímarit iðnaðarmanna.. Til lesendanna! Vegna anna getur Arsæll Árnason ekki haldið ritstjórn Timaríts Iðnaðarnianna áfram lengur og lætur liana af hendi formlega nieð byrjun þessa árgangs. Þökkuni við honum fvrir störfin við ritið og óskum honum hags og heilla við þýðingar- og útgáfustarfsemi lians á hinum heimsfrægu bókum Villijálms Stefánssonar, sem hann liefir nú að aðalstarfi. Við ritstjórti Timaritsins og fjárreiðum tekur nú Sveinbjörn Jónsson, skrifstofustjóri Sambandsins, svo að nú verður útgáfa og afgreiðsla ritsins einnig á skrifstofunni, eins og önnur starfsemi Sam- handsins. Vonum vér að það verði öllum til hægðarauka, sem einhver skifti hafa við ritið og Sambandið. Landssamband Iðnaðarmanna hefir gefið Tímaritið út íár með styrk frá Iðnaðarmanna- félagi Reykjavíkur. Á þessum árum liefir ritið dafnað nokkuð, en þó þyrftu iðnaðarmenn, iðju- höldar og þeir, sem við iðju og iðnað eru tengd- ir, að sýna því enn meiri sóma en hingað til. Kaupendatalan ætti að geta margfaldast, sér- staklega í Reykjavík. Menn ættu að senda því stullar, snjallar rilgerðir um iðnaðarmál, frétt- ir og upplýsingar, sem varða iðju- og iðnaðar- starfsemina í landinu. Stjórn Landssambandsins hefir fullan hug á að gera Tímaritið sem hezl iir garði, og ef iðnaðarmenn gera einnig sitt ítrasta, ætti vel að takast. Með þessú hefti hefir pappirinn verið bættur í ritinu, sérstök síða ætluð fyrir smávegis frétt- ir, og það, sem þó e. t. v. ælti að auka mest vin- sældir Timaritsins, að forsíða kápunnar verður ekki notuð fyrir auglýsingar, heldur verður þar prcntuð mynd af fögrum og merkilegum smíð- isgrip, sem vert þykir að kynna landsmönnum og lil fyrirmyndar má teljast. Efni Tímaritsins verður valið úr þeim ritgerð- um, sem berast þvi og eftir því sem gangur iðn- málanna í landinu fellur. Þetta hefti verður sent allmörgum iðnaðarmönnum, iðjurekendum og öðrum, sem ekki hafa áður verið kaupendur þess. Vonast Landssambandið eftir því að þeir finni eitl og annað í heftinu, sem gefur þeim ástæðu til að gerast fastir kaupendur þess. Iðjufyrirtæki kærir verzlunarfirma fyrir atvinnuróg og óréttmæta verzlunarháttu. M. l'. Ofnasmiðjan liefir kært firmað Helgi Magnússon ð: Co, Reykjavík, fyrir atvinnuróg og óleyfilega verzlunarháttu. Kæra þessi er fram komin út af grein, sem hirlist i Morgunblaðinu 18. des. s. 1. undir fyrirsögninni: „Miðstöðvar- ofnar. Svar lil Sveinbjarnar Jónssonar.“ Grein- in er undirrituð: „Helgi Magnússon & Co“ og ber að skilja undirskriftina þannig að nefnt firma beri ábyrgð á efni hennar. í orði kveðnu á greinin að vera svar við grein, sem Svein- ijjörn Jónsson ritaði í Morgunblaðið áður, út af því að gjaldeyri væri að óþörfu varið til þess að flytja inn erlendar vörur, enda þótt sams- konar vörur væru framleiddar innan Iands. En sé greinin nánar atliuguð, blandast engum hug- ur um, að markmið greinarliöfundar er það eitt, að sýna almenningi fram á að framleiðsla Ofna- smiðjunnar, hinir svonefndu Helluofnar, séu ónothæf vara. Firmað Helgi Magnússon & Co hefir um langt skeið verzlað með erlenda mið- stöðvarofna og er ekki ólíklegt að það telji nú Ofnasmiðjuna sinn skæðasta keppinaut, þar sem sala Helluofnanna hefir farið ört vaxandi. Greinin er full af meiðandi ummælum í garð Sveinbjarnar persónulega. En auk þess á mörg- um stöðum farið slíkum orðum um Helluofn- ana og plötujárnsofna yfirleitt, að tvimælalaust mun varða við lög frá 1933, um varnir gegn ó- réttmætum verzlunarliáttum. Ofnasmiðjan hefir krafist þess að mál þetta verði tekið til rannsóknar og að lienni lokinni verði firmað látið sæta þyngstu refsingu, scm lög leyfa, fyrir atvinnuróg og ólöglega sam- kepni. Ennfremur, að firmað verði dæml lil að greiða skaðabætur eftir mati réttarins eða eftir því sem nánar kynni að verða upplýst undir rekstri málsins, að skaðinn liafi numið. All frá dögum Skúla fógeta hefir íslenzk fram- leiðsla oft átt í höggi við erlendan varning kaup- manna. En sjaldan mun liafa verið svo langt gengið sem hér. Og munu iðnaðarmenn og iðju- höldar fylgja þessu máli með hinni mestu athygli. 2

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.