Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1939, Side 9

Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1939, Side 9
'Tímarit iðnaðarmanna. Húsbyggingar og öryggi húsa gagnvart eldi fyr og nú. Pétur Inginnindarson, Slökkviliðsstjóri i Reykjavik, átti þrenn merki- leg afmæli á síðastliðnu ári. Hann varð sextugur, hafði verið 40 ár bú- settur í Reykjavík og slökkviliðsstjóri bæjarins í 20 ár. Pétur er fæddur (i. júlí 1878 á Utibleiksstöðum í Vestur-Húnavatnssýslu. Fluttist til Ileykja- víkur 1898. Félck sveinsbréf í trésmiði 12. júní 1899. Stundaði húsa- smíði í Reykjavík um 18 ára skeið og gerði uppdrætti að húsum í hjá- verkum sínum uin nokkurra ára bil. Var skipaður varaslökkviliðsstjóri 25. febrúar 1910. Settur slökkviliðsstjóri 1. febr. 1918 og skipaður til þess starfa 1. marz 1920. Að öllum sínum vandasömu störfum hefur Pétur unnið af miklum dugnaði og festu, enda hafa þau verið sérlega farsæl öllum þeim, sem þeirra hafa notið. Brunamál Reykjavíkur, og að nokkru leyti alls lands- ins, munu um ókomnar aldir bera starfsemi Péturs Ingimundarsonar glögt vitni. Hann hefir ætið verið mjög tengdur félagsskap iðnaðar- manna, bæði sem ágætur smiður, byggingameistari og slökkviliðsstjóri. Hann er í Arkitektafélagi íslands, og var í Iðnaðarmannafélagi Reykja- víkur um langt skeið. í tilefni af fyrnefndum afmælum sínum, hefur Pétur skrifað eftir- farandi ritgerð fyrir Tímaritið. Vorið 1898 kom ég fyrst til Reykjavikur. Ég hafði ráðið mig lil framlialdsnáms hjá einum af húsameisturum bæjarins, trésmíðameistara Jóni Sveinssyni, sem llestir húsasmiðir og marg- ir aðrir kannast við, en liann var þá nýkominn frá útlöndum, en þar liafði liann dvalið allvíða við húsasmíði. Það hittist svo á, að einmitt þetta vor hafði hann tekið að sér að standa fyr- ir smiði á skólahúsi fyrir Reykjavíkurbæ (Mið- bæjarskólann). Þólti þetta mikið og veglegt hús á þeim tíma, þó ekki væri þá bygt nema vinkil- bygging fyrst. (Suðurálmuna bygði ég 1907). Það var lengi til þess tekið, að við hús þetta unnu samtimis 35 trésmiðir, en húsið átti að vera og var að mestu tilbúið í októher um haust- ið. Þetta sama ár var Lauganesspítali reistur, sem líka var sérstætt hús fyrir stærðar sakir; að vísu liafði verið hygl hér áður óvanalega slórt og myndarlegt timburliús, en það var hús Iðnaðarmannafélagsins, sem lengst af liefir ver- ið leikliús bæjarins og margt fleira. Á þessum líma þektist ekki steinsteypa hér og fátt var af Pétur Ingimundarson steinliúsum, en þau fáu, sem liér voru, munu liafa reynst dýr í hyggingu, enda varð þá að nota timburgólf í slík lnis, en að innan voru flest múrliúðuð á rörvef. Að minsta kosli varð það svo í framkvæmdum að á mörgum næstu árum voru að mestu bygð hér timburhús, eins og byggingar við ýmsar eldri götur bæjarins bera vott um enn í dag. Svo sjálfsagt þótti þá að byggja úr timbri, að ég heyrði sjaldan tal- að um að eldshætta gæti stafað af þessu fyrir bæinn, að minsta kosli bar lítið á röddum um þau efni opinberlega. Þó voru lögboðnar fyrir- skipanir gildandi, til dæmis gagnvart reyk- liáfum, ofnum og arinum og eldvarnarveggj- um. Þcss utan hefir bruriamálanefnd bæjar- ins allaf hafl íhlutunarrétt um ráðstafanir gagn- vart brunaliættum í húsum, samkvæmt lögum um brunamál í Reykjavík frá 1875. Árið 1903 þann 7. september var gefin út byggingarsam- þykt fyrir Reykjavík, eins og kunnugt er, en þar kemur berlega í ljós að reglugerðin er fyrst og fremst miðuð við timburhúsabyggingar, að- 3

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.