Tímarit iðnaðarmanna


Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1939, Qupperneq 16

Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1939, Qupperneq 16
Tímarit iðnaðarmanna. % af lieildarsölunni, en iðnaðurinn rúmlega Allsherjarmanntalið 1921 (heildartölur frá sið- asta manntali hefi ég ekki fengið) bar með sér, að af iðnaði og iðju lifðu samtals 942,000 ein- staklingar eða 28% af allri þjóðinni. Aætli mað- ur að starfandi menn í iðnaði og iðju sjái fyrir hlutfallslega jafnmörgum einstaklingum, fær maður með einföldum Iilutfallareikningi, að i Danmörku lifi 463,500 einstaklingar af iðnaði (jg 478,500 af iðju. Með öðrum orðum, iðnaður- inn fæðir og klæðir 13,8% af þjóðarlieildinni. Vér skulum festa þessa tölu 13,8% í huga, um leið og vér förum að athuga hlutföllin í Svíþjóð. Viðvíkjandi Svíþjóð höfum vér nokkru ná- kvæmari heildartölur, og að minsta kosli eru þær nokkru yngri en tölur frá Danmörku. Svensk Hándverkstidning hefir 1937 gefið glögt heildaryfirlit yfir liagfræðilegar tölur iðn- aðarins. Ég mun halda mig við þelta yfirlit i þvi sem ég' nú hefi að segja. Starfandi einstakl- ingar í sænskum iðnaði voru eftir manntalinu árið 1930, 352,100. Starfandi einstaklingar í iðju voru til jafnaðar á ári, 1926—30, 479,900. Iðn- aðurinn gaf þannig atvinnu 42% af þeim er iðnað og iðju stunduðu til samans. Fjöldi þeirra einstaklinga, sem lifa af iðnaði, eru háðir iðn- aði, er því 810,700. Þar sem fólksfjöldinn var 6.162,500 voru 13,2% fæddir og klæddir af iðn- aðinum, cða aðeins minna en í Danmörku. Árs- framleiðsla iðnaðarins árið 1930 var að verð- mæti 2,17 miljarðar sænskra króna. Eftir iðn- aðarliagskýrslunum nain samanlagt verðmæti allrar iðjuframleiðslu að meðaltali á ári 1926— 30, 4,774 miljörðum sænskra króna. í þessari síðustu tölu eru innifaldar miklar tvöfaldar færslur, þar sem hráefni og hálfunnin vara er talið einu sinni, og er svo talið aftur sem full- unnin vara. Þegar iðnaðurinn, eftir þessum tölum, nær í framleiðslu upp í 46% af framleiðslu iðjunn- ar, er Jiessi tala áreiðanlega ol' lág. Fjöldi iðn- fyrirtækja i Sviþjóð var 88.300. Við samningu jæssa fyrirlestrar liefi ég ekki getað fengið lil- svarandi tölur fyrir iðjuna. En það er lítil á- stæða til að halda að hagskýrslurnar sýni hér enn meiri tilfærslur en í Danmörku og Noregi. Með tilliti til skýringa um framleiðslumagnið, þá segir 2,7 miljarða heildarsala á ári í sjálfu sér lílið. Ef maður aftur á móti her saman við liana t. d. verðmæti heildarútflutnings Svíþjóð- ar, sem nam 1,55 miljörðum kr. árið 1931, fær maður alt aðra hugmynd um liina geysilegu þýðingu, sem iðnaðurinn hefir fvrir Svíþjóð. Og ég gæli trúað því, að maður mætti segja hið sama um Damnörku og Noreg. Sala iðnaðar- framleiðslu í Svíþjóð er 40% meiri en allnr út- flutningurinn. Það segir ekki lítið um hina fiár- hagslegu þýðingu iðnaðarframleiðslunnar og iðnaðarvörusölunnar. Frá Finnlandi liggja fyrir hagskýrslur frá árinu 1934, hæði fyrir iðjuna og iðnaðinn. Eins og áður var frá skýrt, hefir við söfnun gagna um iðnaðinn og smáiðjuna verið fylgt þeirri reglu, að safnararnir lóku öll smáiðju- og iðn- aðarverkstæði, sem ekki voru áður talin til iðj- unnar. Á þann hátt komst maður að minsta kosti hjá tvöfaldri talningu. Útkoma þessara ítarlegu hagskýrslna er sú, að í Finnlandi leljist að vera 18979 iðnaðar- og 3747 iðjufyrirtæki. Starfsmannafjöldinn var i iðn- aðarfyrirtækjum 38355 og iðjufyrirtækjum 161- 682. Meðan fjöldi iðnfyrirtækja er margfaldur við iðjuverksmiðjurnar, liefir iðjan yfir fjórum sinnum meiri mannfjölda i þjónustu sinni. Sala iðnaðarins nam 609.4 miljónum finskra marka. Framleiðslumagn iðjunnar var 13.120,4 miljón- ir finsk mörk. Sala iðnaðarins var þannig minni en 5% af framleiðsluverðmæti iðjunnar. Al' mannfjölda Finnlands, sem er 3,68 miljónir, lifa, eftir manntalinu 1930, 570,000 af iðnaði og iðju. Skifti maður þessum fjölda, sem einnig telur framfærða, hlutfallslega á iðju og iðnað eftir starfsmannafjölda, finnur maður að fjöldi þeirra, sem lifðu af iðnaði, nam 219,000 ein- staklingum eða aðeins 5,6% af öllum mann- / fjölda Finnlands. Þessi lága hlutfallstala vckur mikla undrun. Skýringin liggur að nokkru leyti í þvi að í iðju- talninguna er tekið sérstaklega mikið af iðnaði. Meðferð skýrsluefnisins virðist benda mjög á þetta, án þess þó að ég getið tekið nánar til yfir- vegunar þetta hagfræðilega fyrirhrigði. Hvað Noregi viðvíkur, þá sér maður að til- 10

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.