Tímarit iðnaðarmanna


Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1939, Qupperneq 19

Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1939, Qupperneq 19
Tímarit iðnaðarmanna. Frá störfum sambandsstjórnar. Árið 1937 voru haldnir 25 reglulegir, bókaðir stjórnarfundir og hefir þegar verið skýrt frá 1() þeirra hér í ritinu áður. Á hinum 9 hafa verið til meðferðar 121 mál, þar af 13 erindi frá stjórnarráði Islands, 5 frá sýslnmönnum (Barðastrandar- og Eyjafjarðarsýslu), 3 frá iðn- ráðum (á ísafirði og Siglufirði og i Vestmanna- eyjum) og 29 frá iðnaðarmannafélögum og iðn- félögum. Ilin 21 hafa verið frá einstaklingum og fyrirtækjum. Sextiu og þrjú af þessum mál- um hafa verið iðnréttindamál. 7 umsóknir um að fá viðurkendar nýjar iðngreinar, nfl. híla- smíði, bílasprautun, bílkassaviðgerðir, bursta- gerð, parketlagnir, pylsugerð og verkfæravið- gerðir. Tillögur hafa verið gerðar um að lnla- smíði yrði tekið upp sem sériðn en ekkerl af hinu. Beiðnir um lán úr Iðnlánasjóði hafa verið 5, beiðnir um skatt- og útsvarsfrelsi 3 (Nærfatagerðin og málningarverksmiðjurnar „Harpa“ og „Litir og Lökk“) og beiðni um dval- arleyfi fyrir útlending ein (Raftækjaverk- smiðja). Sex erindi voru frá Norðurlöndum og fjögur frá Alþjóðasambandinu og öðrum lönd- um, þar á meðal um iðnsýninguna i Berlín og möguleika til þátttöku í lienni af Islands hálfu. Eins og kunnngt er, gat ekki orðið af því vegna peningaleysis. Af sérstökum málum, sem Sambandið hafði með höndum, skal getið stofnunar Iðnaðar- mannafélags í Stykkisbólmi og inntöku þess í Samhandið, inngöngu Sambandsins í Alþjóða- sambandið, liafði áður verið leitað umsagnar allra Sambandsfélaga um það mál, og sömu- leiðis um ráðningu forseta fyrir gerðardóm Landssambands Iðnaðarjnanna. Höfðu vfir 20 félög mælt með inngöngu i Alþjóðasambandið, og með ráðningu ísleifs Arnasonar prófessors sem formanns gerðardómsins. Þá hafði stjórnin til meðferðar og undirbún- ings skrifstofumál Sambandsins og setti á stofn fasta skrifstofu í Suðurgötu 3 þ. 1. nóv. 1937, en flutti hana 1. okt. síðastliðinn í Kirkjulivol við Kirkjutorg. Skrifstofustjóri er Sveinbjörn Jónsson, byggingameistari. Einnig voru til at- hugunar nokkur lagafrumvörp frá Alþingi, þar á meðal frumvörp til laga um bókhald, bráða- birgðaverðtoll, gjaldeyrisverzlun o. fl. Loks hefir Sambandsstjórnin á þessu timabili haft íil meðferðar nokkur ágreiningsmál. Skal liér getið um eftirfarandi: 1. Lögreglustjóri i kaupstað úti á landi liafði ekki talið sér lieimilt að láta af hendi meist- arabréf til manna, er ekki liöfðu sveins- bréf, þótt þeir hefðu verið farnir að starfa sem meistarar fyrir 1928 og liefðu meðmæli iðnráðs. Var Stjórnarráðið beðið að gefa út tilkynningu um þetta efni, og liefir því verið kypt i lag. 2. Ágreiningur var um það við félag pípulagn- ingamanna hér i Reykjavik, að hve miklu leyti vatnslagnir i götukerfi í bæjum til- beyrði þeirra iðn án frekari undirbúnings. Var leitað upplýsinga um þetta efni frá nágrannalöndum vorum, en enginn úrskurð- ur kveðinn upp ennþá. 3. Ungur hérlendur maður hafði stundað raf- virkjanám erlendis í 2 ár til undirbúnings frambaldsnámi í rafmagnsfræði. Hann vildi nú fá að ljúka verklega náminu liér beima vegna gjaldeyris-örðugleika, en fékk ekki vegna mótstöðu sveinafélagsins. Var að lok- um farið fram á það, að stjórnarráðið hlut- aðist til um skynsamlega lausn á málinu. 4. I kaupstöðum úti á landi höfðu farið fram sveinspróf, án þess að löglega væri farið að. I öðrum staðnuni var prófnefnd ekki fullskipuð og ekki skipuð af lögreglustjóra, en í hinum vantaði mikið lil að nemandinn hefði leyfi lil þess að ganga undir sveins- próf, og sveinsbréf ólöglega gefið úl. 5. Trésmíðafélag Reykjavíkur kærði yl'ir þvi, að liúsgagnasmiður hafði smíðað eldhús- innréttingar í húsi í Reykjavík. Nú liafði Sambandsstjórnin áður úrskurðað, að I)áð- um iðngreinum væri heimilt að smíða laus- an eldliúsbúnað. Til jjess að ákveða, hvort hér væri um lausan eða fastan eldhúsbún- að að ræða, fékk Sambandsstjórnin aðila 13

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.