Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1939, Blaðsíða 22
Tímarit iðnaðarmanna.
í) irésmíðaverkstæði liafa fengið 23.950 kr.
2 gullsmíðaverkstæði 2600. Tvö skósmíðaverk-
stæði 1600. Tvö netagerðarverkstæði 7600. Tvær
leðurgerðir 5950. Ein veiðarfæragerð 4500. Ein
prjónastofa 1879. Eitt bókhandsverkstæði 4000.
Ein sultutauverksmiðja 2800. Ein saumastofa
2610. Ein flókagerð 5000. Eitt vélaverkstæði
3500. Ein hnappaverksmiðja 3000.
Lánin ern svo að segja eingöngu veitt til véla-
kaupa og eru trygð með veði í vélunum og öðr-
um fasteignum, sem stjórn sjóðsins telur ör-
nggar. Flest eru lánin 2—3000 kr. Það lægsta er
600 kr. en það liæsta 5000 kr. og má eigi lána
liærri upphæð en það lil Iivers fyrirtækis. Vextir
greiðast fyrirfram fyrir hvert ár með 5%, en
lánin eru afborgunarlaus fyrstu tvö árin. Sjóð-
urinn er í vörslum Útvegsbanka íslands og hefir
hr. Elías Halldórsson stjórn hans og umsjón
á hendi.
Þótt iðnlánasjóður sé lítill, hafa þessar lán-
veitingar bætt úr hrýnustu þörl'. Hinsvegar
verður að vonast eftir þvi að þetta sé vísir að
fullkominni lánsstofnun fyrir iðnaðinn í land-
inu. Á Alþingi 1937 flutti Emil Jónsson frum-
varp um slíkau iðnlánasjóð. 1. gr. þcss hljóð-
ar svo:
Tilgangur sjóðsins er að efla og styðja iðnað
og iðjustarfsemi landsmanna með hagfeldum
lánum. Skal Iánveitingum úr sjóðnum hagað
með það fyrir augum, að sem beztur gjaldeyris-
jöinuður náisi við útlönd á bverjum tíma.
Lagafrumvarp þetta var samið af skipulags-
nefnd atvinnumála og því allitarlegt, sem vænta
mátti. Fylgdi þvi mjög fróðleg ritgerð eftlr
sænska hagfræðinginn, sem nefndin fékk sér
til aðstoðar, hr. E. Lundberg.
Þeir sem vilja styðja og efla innlendan iðnað
ættli að kynna sér þetta lagafrumvarp og sluðla
að framgangi ])ess.
ÁRBÓK ÞÝZKA IÐNAÐARINS 1937—1938
var send Landssambandi Iðnaðarmanna fyrir
skömmu. Hún gefur ljóst yfirlit yfir þýzka iðn-
aðinn, hvernig hann er skipulagður og eftir
hvaða linum reynt er að efla liann og auka. Þar
eru kaflar um þýðingu iðnaðarins fyrir atvinnu-
líf Þýzkalands, um hagskýrslur iðnaðarins, um
skipulag iðnaðar og iðnfræðslu, fjögra ára á-
ætlunina, réttarstöðu iðnaðarmanna og margt
fleira. Sérstaka eftirtekt vekja töflur eða skrár
yfir allar iðnir, er til greina koma. Er þeim
skifl í fimm flokka.
1. FuIIkomnar handiðnir, svo sem bakara, hók-
bindara, prentara, o. s. frv. Þar skiftast
prentarar aftur í sjö fullkomnar iðnir, gler-
gerðarmcnn í sjö, gnll- og silfursmiðir í
þrjár deildir o. s. frv. Þaksmiðir eru þar
fullkomin iðn.
2. Annar flokkur er sérstakar iðnir innan hinna
fullkomnu iðngreina. Bókbindarar t. d. ciga
þar þrjár sérgreinar, skrifstofu-bókbindara,
umbúðamakara (kartonsmíði) og muna-
bylkjasmíði (Etuimacher).
3. Sériðnir eða iðnhlular (Teilhandwerk, De-
tailhandwerk). Þar til teljast gyllarar í bók-
bandsiðn, kringlubakarar, tvíbökubakarar
o. fl. í bakaraiðn. Hraðsaumastofur klæð-
skeranna heyra hér undir o. s. frv. Blýþök,
asfaltþök, helluþök, o. fl. hjá þaksmiðum.
4. Smáiðnir, svo sem kransaborðaprenlarar,
fjölrilun, þaktjörgun, straustofur o. fl.
5. Iðnlík fyrirtæki (Handwerksáhnlich). Þar
lil telst fellingagerð á kvenfatnaði (plisser-
ing), allskonar snyrting (andlitssnirting,
fótasnyrling), glerungsmálun (emaillemál-
un), hílþvottur og liirðing, húsrif (rífa niður
steinhús), píanóstilling o. fl.
Bókin er 340 síður í Eimreiðarbroti og öll
hin fróðlegasla. Þeir, er lesa þýzku sér til gagns,
geta kynt sér hana nánar á skrifstofu Lands-
sambandsins í Kirkjubvoli.
H.
Tímarit iðnaðarnianna kemur lit í (i heftum á ári.
Verð árg. kr. 5,00.
liitstjóri Sveinbjörn Jónsson. Pósth. 491. Síini 2980.
Afgreiðslu hefir ski’ifstofa Landssanibands iðnaðar-
manna, Kirkjuhvoli, sími 5303.
Prentstaður Herbertsprent, Bankastræti 3, sími 3035.
16