Tímarit iðnaðarmanna - 01.08.1949, Qupperneq 7

Tímarit iðnaðarmanna - 01.08.1949, Qupperneq 7
Iðnaðarritið LANDSSAMBAND iÐNAÐARMANNA OG FÉLAG ÍSLENZKRA IÐNREKENDA Vonbrigfði Iðnaðarmenn og iðjuhöldar settu miklar vonir til síðustu ríkisstjórnar, sérstaklega af því að einn helzti forvígismaður þeirra, Emil Jónsson, tók að sér viðskiptamálin ásamt samgöngu- og iðnaðarmálunum. Þeir höfðu búist við að ráð- stefnan sem ríkisstjórnin boðaði þá til í Alþingis- húsinu 8. sept. 1947 mundi verða tekin alvarlega og látin bera árangur. Þá og síðar voru að vísu vandamálin mörg og erfið, en vonbrigðin eru líka mikil. Ekki verður þó Emil Jónsson sakaður um það hvernig komið er, umfram aðra stjórn- endur ríkisins, og vafalaust hefði iðnaðinum ver- ið búin enn þyngri kostur hefði hans ekki notið við í ríkisstjórninni. Menn verða að skilja það að hann sem iðnaðar- og viðskiptamálaráðherra er sem á milli steins og sleggju. Iðnaðarmenn vilja draga úr utanríkisverzluninni og vinna sem mest að hægt er í landinu sjálfu. Kaupmenn vilja hið gagnstæða. Útvegsmenn og jafnvel bændur styðja kaupmennina. Og viðskiptamálaráðherra virðist lítið hafa yfir verðlagseftirliti og skömmt- unarskrifstofu að segja, enda hafa þær stofnan- ir báðar reynst hörmulega. Þessi ríkisstjórn, sem fæddist eftir 100 daga þrautir flokkanna og þjóðarinnar, lofaði fyrst og fremst að stöðva dýrtíðina og síðan að lækka hana. Reyndin hefir samt orðið sú að skattar og tollar eru stöðugt hækkaðir, en iðnfyrirtæki sem fyrir ríkissjóð vinna fá ekki greidda reikninga sína. Eiga þannig sum iðnfyrirtæki svo hundr- uðum þúsunda skiptir hjá ríkinu eftir þennan vetur. Sem dæmi um tolheimtuna er það, að tvisvar er heimtaður söluskattur af öllum farm- gjöldum til landsins, 3% er flutningsgjaldið er greitt hjá skipafélögunum og svo aftur 6,6% þegar tollar eru greiddir hjá tollstjóra. Auðvitað er þetta gjald þá einnig tekið af öðrum tollum, sem oft nema 30—65% af kaupverði vörunnar og farmgjöldum. Á alla súpuna, sem og allan til- kostnað við vörukaupin, er svo lögð fyrirskipuð álagning verðlagseftirlitsins. Það er því sameig- inlegur hagur kaupmanna og ríkissjóðs að dýrar vörur séu keyptar frá útlöndum og farmgjöldin, tollar og kostnaður sem hæstur. Engin furða þótt smíðaáhald, sem kostaði 6,50 fyrir stríðið, kosti nú 104,50 í verzlun fjármálaráðherrans. Enn hefir þó iðnaðurinn ekki þurft framlög úr ríkissjóðnum eins og hinir tyeir aðalatvinnu- vegirnir. Þrátt fyrir efnisskort, gífurlega skatta og síhækkandi kaupgjald hefir hann getað haldið í horfinu, og á margan hátt mildað viðskiptaörð- ugleikana í landinu. Mörg iðnfyrirtæki selja enn vörur sínar fyrir svipað verð og samskonar er- lendar vörur kosta á réttu verði, en eru þó mjög aðframkomin sökum efnisskorts. Engum getur dulist að óhamingja þjóðarinn- ar á rót sína í stjórnmálunum. Þeir 3 flokkar sem ætluðu að bæta ástandið, geta ekki komið sér saman um rétta lausn vandans af ótta við fjórða flokkinn, sannnefndan óaldaflokk, sem fyrst og fremst vill koma þjóðarbúinu í fjár- hagslegt öngþveiti í von um að geta seilst til valda fyrir erlenda kúgunar- og heiðingjastefnu undir slíkum kringumstæðum. Væri ekki rétt að fá greinda menn, sem verið hafa hlutlausir áhorfendur að framferði stjórn- málamannanna síðustu árin, inn í Alþingi við næstu kosningar? 10. maí 19^9 S. J. 25

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.