Tímarit iðnaðarmanna - 01.08.1949, Blaðsíða 8

Tímarit iðnaðarmanna - 01.08.1949, Blaðsíða 8
Iðnaðarritið 3.- 4. XXII. 1949 Þessi mynd af flestum þingfulltrúum var tekin í MiSbcejarbarnaskólaportinu. Tíunda Iðnþing íslendinga var sett í Baðstofu Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík laugardaginn 25. sept. kl. 4 síðdegis. Forseti Landssambands iðnaðarmanna, Helgi H. Eiríksson, setti þingið með eftirfarandi ræðu: Eg býð ykkur öll velkomin, þingfulltrúa og gesti. Það er ekki hægt að segja, að á þessu rúma ári, sem liðið er síðan 9. iðnþingið var haldið, hafi skeð márgt í iðnaðarmálum þjóðarinnar. en það sem skeð hefir, er þeim mun athyglis- verðara. Eins og ykkur er öllum kunnugt, þá er nú svo komið fyrir oss Islendingum, að við erum orðnir peningalitlir inn á við og gjaldeyris- lausir út á við. Fjármagn til framkvæmda í landinu er að verða á þrotum og kaupgeta frá útlöndum aðeins fyrir brýnustu nauðsynjum. Menn eru ekki á eitt sáttir um orsakir þess, að svona er komið, en ég hygg að við gerum réttast í því, að kenna okkur sjálfum um, óforsjálni manna, sem voru fátækir en komust síðan létt til efna. En hvað sem orsökunum líður, þá er hitt ljóst, að þegar í óefni var komið, varð að taka í taum- 26 ana og stöðva ónauðsynlegustu eyðsluna, áður en um þverbak keyrði. Þetta hefir verið reynt. Þær tilraunir áttu fyrst og fremst að tryggja það, að atvinnulífinu hrakaði sem minnst, að arðbær atvinna gæti haldið áfram á öllum svið- um, því þá átti að vera tryggt, að þjóðin liði ekki nauð. Hömlur þær, sem í þessu skyni varð að leggja á innflutning og athafnafrelsi lands- manna, er það, sem mest er nú deilt um, hversu heppilega hafi verið beitt. Allar stéttir gera há- værar kröfur, ekki aðeins um nauðsynlegt við- hald og eðlilegt gengi, heldur og um stórkostlegar aukningar, jafnvel þar sem aukninga er sýnilega ekki þörf. Og þar sem þessar kröfur hafa nægan styrk í valdastöðum, er þeim sinnt og framfylgt, á kostnað annars atvinnulifs í landinu. Eg tel mig ekki í þetta sinn þurfa að nefna nein dæmi, þau eru of alkunn til þess. Hitt tel ég rétt að benda á, að þótt fjárhagsráð hafi látið gera og gefið út yfirlit yfir gagn og gildi iðnaðarstarf- semi í landinu, sem sýnir að um % allra lands- manna lifir á iðnaði, og að hann á mörgum svið- um getur fullnægt þörfum landsmanna og spar-

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.