Tímarit iðnaðarmanna - 01.08.1949, Side 10

Tímarit iðnaðarmanna - 01.08.1949, Side 10
Iðnaðarritið 3.- 4. XXII. 1949 SKÝRSLA Sambandsstjórnar I. MÁL ER 9. IÐNÞINGIÐ FÓL SAMB.STJÓRN. 1. Lögfesting nýrra iöngreina. Á 9. Iðnþingi var samþykkt að mæla með því að mjólkuriðnaður og kjötiðnaður yrðu viður- kenndar sem sérstakar iðngreinar. Reglugerðar- breyting um þetta hefir verið undirbúin af stjórn Sambandsins, en ekki ennþá hlotið staðfestingu. 2. Sameiginlegt merki fyrir iðnaöarmenn. Á 9. Iðnþingi var kosin 3ja manna nefnd, er gera skyldi tillögur um merkið. Nefnd þessi hefir starfað í samráði við stjórn Sambandsins, og mun á þessu þingi skila áliti og bera fram tillögur um merkið. 3. Flokkun húsa. Nefnd sú, er kosin var til að vinna að þessu máli, hefir haft fundi með sér og mun skila áliti nú á þinginu. ý. Iönsýningar. Stjórn Sambandsins hefir unnið að þessu máli í samvinnu við undirbúningsnefnd að Yrkisskóla- þingi, er háð verður hér næsta sumar. Mun verða skýrt nánar frá því á þinginu, undir sérstökum lið hvernig það mál horfir. 5. Varnir gegn eldshœttu. Á skrifstofu Landssambandsins hefir verið unnið að því að safna ýmsum gögnum um eld- varnir og slysavarnir, og er það orðið mikið safn, sem unnið verður úr síðar. Ennþá hefir ekki verið leitað til þeirra aðila, sem getur um í til- iögu þeirri, er samþykkt var á síðasta Iðnþingi, varðandi þetta mál, en að sjálfsögðu verður það gert þegar stjórn Sambandsins telur málið nægi- lega undirbúið frá sinni hendi. 6. Erindi um gildi líkamlegrar vinnu og réttmæta viröingu fyrir iönaöarvinnu. 1 sambandi við þetta mál er rétt að benda á, að Norræna iðnsambandið samþykkti á fundi 6. nóv. 1947, að efna til samkeppni um ,,Hand- verkets ideologi“ — „Hantverket och samháll- 28 et“ eða öfugt. Hefir þótt heppilegt að sameina þessar samkeppnir og verður boðið til hennar hér á næstunni. 7. Breyting á kaffi- og matmálstíma, skipúlagning iönaöarvinnu. LJtaf samþykkt 9. Iðnþings um þessi atriði, sendi sambandsstjórnin öllum félögum innan Sambandsins bréf varðandi þetta, og beindi þeirri spurningu til félaganna, hvað þau teldu fært að gera í þessu innan hvers félags, og hvort Sambandsstjórnin gæti verið til aðstoðar um það. Sára fá svör hafa borizt, og meira hefir ekki verið gert i þessu máli. 8. ÍJtgáfa handbóka. Handbók í logsuðu og rafmagnssuðu hefir ver- ið gefin út; selt hefir verið talsvert af bókinni og virðist svo sem hennar hafi verið full þörf. Unnið hefir verið að handriti nýrrar handbók- ar með ýmsum töflum, útreikningum og lögum varðandi iðnaðarmenn. Handritið er tilbúið, en verið er að yfirfara það og endurskoða. Stefán Nikulásson, viðskiptafræðingur, var ráðinn i þjónustu Landssambandsins 1. sept. 1947. Hann hefir unnið að þessu, og safnað sam- an og þýtt ýms gögn varðandi elds- og slysa- hættu, ásamt skýrslusöfnun, skrásetningu iðn- aðarmanna og fyrirgreiðslum frá meðlimum Sambandsfélaganna við fjárhagsráð og við- skiptanefnd. Ekki hefir enn tekizt að ráða málfróðan mann til að semja orðabók yfir íslenzk nöfn á iðn- aðarverkfærum, hráefnum til iðnaðar, iðnaðar- vörum o. s. frv., en stjórnin mun athuga það rækilega síðar. 9. Opinberar fjárveitingar til iðnaðarmála. Á fjárlögum fyrir árið 1948, eru fjárframlög til iðnaðarmála sem hér segir: a. Landssamb. iðnaðarmanna . . kr. 50.000.oo b. Iðnlánasjóður ............ kr. 300.000.oo c. Bygging iðnskólahúss í Rvík kr. 250.000.oo að frádregnum 35% d. Iðnskólahald ............. kr. 250.000.oo e. Framhaldsnám erlendis .... kr. 30.000.oo f. Kostnaður við iðnráð..... kr. 10.000.oo

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.