Tímarit iðnaðarmanna - 01.08.1949, Blaðsíða 16
Iðnaðarritið 3.- 4. XXII. 1949
30. Forseta Landssambandsins var af ríkis-
stjórninni boðið til veislu, er haldin var til heið-
uds norska ríkiserfingjanum og Snorranefndinni,
og einnig til hátíðarhaldanna að Reykholti við
afhjúpun Snorra-líkneskisins. Einnig var honum
boðið í 100 ára afmæli Stockholms Hantverks-
förening 7. — 8. nóv. Var hann þar viðstaddur
og afhenti félaginu að gjöf frá Landssambandi
iðnaðarmanna skrautker úr íslenskum leir, gert
af Guðmundi Einarssyni.
Þá var Landssambandinu boðið að senda 2
fulltrúa á 50 ára afmæli Finlands Hantverks-
och Industriförbund, er haldið var hátíðlegt 3.
og 4. júlí. Fulltrúi Landssambandsins á þessari
hátíð var Sveinbjörn Jónsson. Landssambandið
sendi finnska Sambandinu skrautritað. innbundið
ávarp.
Sveriges Hantverks- och Smáindustri Organ-
isation bauð forseta Landssambandsins að vera
viðstaddur iðnþing í Karlstad 28. júlí s.l. Einnig
hefir Norges Hándverkerforbund boðið Lands-
sambandinu að senda fulltrúa á aðalfund norska
Sambandsins, er haldinn var í Sandefjord 3. og
4. sept s.l. Hvorugum þessum boðum var hægt að
sinna.
Þá hefir sami aðili boðið Islendingum þáttöku
í norrænni iðnaðarmannakeppni, er fara á fram
í Oslo næsta vor. Keppnir sem þessar hafa marg-
ar verið háðar í Noregi og Svíþjóð síðastliðin ár
og hafa gefizt vel. Stjórn Landssambandsins hef-
ir til athugunar um þátttöku í þessu, og ef til
vill undirbúning að slíkri keppni hér.
33. Iðriláncisjóður.
Eignir hans eru 31. des. 1947:
1. Útlán til iðnfyrirtækja. kr. 603.277.oo
2. Innstæða í Útvegsb. Islands . . kr. 305.513.81
Kr. 908.790.81
Til jafns við það eru skuldir hans:
1. Stofnstjóður ................. kr. 887.548.43
2. Viðskiptamenn ................ kr. 2.036.oo
3. Fyrirfram greiddir ve.xtir . . kr. 19.206.38
Kr. 908.790.81
32. Húsfélag iðnaðarmanna.
1 stjórn þess af hálfu Sambandsins er Helgi H.
Eiríksson og til vara, Sveinbjörn Jónsson. Reikn-
ingar þess pr. 30. sept. 1947 höfðu borizt Sam-
bandsstjórninni. En Sambandið hafði greitt til
Húsfélagsins 50 þús. kr.
33. Frá ýmsum félagssamtökum barst stjórn
Sambandsins erindi um að undirbúa almenn sam-
tök félaga og einstaklinga um það, að hafist
verði handa um að efna til frjálsrar fjársöfnun-
ar meðal þjóðarinnar í þeim tilgangi að reisa
varanlegan minnisvarða um endurreisn lýðveldis
á íslandi 17. júní 1944.
Stjórn Sambandsins taldi rétt að á væntan-
lega fundi yrði sendur fulltrúi, og var til þess
valinn Guðjón Magnússon, skósmíðameistari.
31/. 1 ágúst mánuði síðastl. heimsóttu þeir
Guðm. H. Guðmundsson, gjaldkeri Sambandsins
og Guðm. H. Þorláksson, skrifstofustj. iðnaðar-
mannafélögin í Neskaupstað, Seyðisfirði og Eski-
firði, ræddu við meðlimi þeirra og stjórnir fé-
laganna. Stjórn Sambandsins hefir talið nauð-
synlegt að lífrænni tengsl kæmust á milli þess og
Sambandsfélaganna.
35. Iðnaðarritið hefir verið gefið út í sama
formi og áður af Landssambandinu og Félagi ísl.
iðnrekenda. Ritstjórn hafa þeir Sveinbjörn Jóns-
son og Páll S. Pálsson annast. Skristofa Sam-
bandsins hefir annast afgreiðsluna, en skrifstofa
F. I. I. safnað auglýsingum.
Tekjur sjóðsins voru 1947:
1. Frá fyrra ári kr. 12.235.50
2. Framlag ríkissjóðs kr 300.000.oo
3. Vaxtatekjur kr. 14.470.92
Kr. 326.705.92
Gjöldin:
1. Kostnaður við sjóðshaldið . . kr. 3.398.50
2. Framlag ríkissj. lagt í stofnsj. kr. 300.000.oo
3. Rekstrarhagnaður kr. 23.307.42
Kr. 326.705.92
34