Tímarit iðnaðarmanna - 01.08.1949, Blaðsíða 18

Tímarit iðnaðarmanna - 01.08.1949, Blaðsíða 18
Iðnaðarritið 3.- 4. XXII. 1949 Þá telur þingið rétt að sem fyrst verði leitað fyrir sér um þátttöku í slíkri sýningu og boð um það látið út ganga til sambandsfélag jafn- skjótt og sýningarsvæði fæst.“ Gjáldeyris- og innflutningsmál. Frá fjárveitingarnefnd var samþykkt svohljóð- andi tillaga: I. „10. Iðnþingið lýsir yfir óánægju sinni á framkvæmd gjaldeyris-og innflutningsmálanna eins og skipun þeirra er nú háttað. Orsök þessar- ar óánægju er sú, hve framkvæmd þessara mála er í margra höndum. Leggur þingið því til, að hér verði gjörðar breytingar á, þannig að gjald- eyris- og innflutningmálin í framtíðinni verði í höndum eins og sama aðila eða nefndar, sem skipuð sé fyrst og fremst einum fulltrúa frá hverri af 4 höfuðatvinnugreinum þjóðarinnar, sjávarútvegi, iðnaði, landbúnaði og verzlun og skulu fulltrúarnir valdir með hliðsjón af því, að þeir séu nauðkunnugir atvinnu og fram- leiðsluháttum landsmanna. Þingið leggur sér- staka áherzlu á, að fulltrúi iðnaðarins verði valinn í samráði við stjórn Landssambands iðn- aðarmanna og Félags ísl. iðnrekenda og verði þessir aðilar ráðunautar fulltrúans." II. „Þingið beinir þeim eindrégnu tilmælum til gjaldeyris- og innflutningsyfirvaldanna, að gæta þess, að er innflutningsáætlun fyrir árið 1949 verður samin, að þá verði iðnaðinum ætlað það mikið efni, að örugt sé að hann geti haldið at- vinnutækjum þjóðarinnar í starfhæfu standi og til fullra nota, svo að ekki verði eytt gjaldeyri til þess að flytja inn vörur, sem ísl. iðnaður hefir reynst fullfær um að sjá landsmönnum fyrir.“ III. „Iðnþingið krefst þess að þeir aðilar sem á hverjum tíma fai’a með vöi’uskiptasamninga fyrir fslands hönd við erlend ríki, hafi náin sam- bönd við samtök iðnaðai’manna, þegar um kaup á iðnaðarvörum eða efni til iðnaðar er að ræða, þannig að tryggð verði sem hagkvæmust kaup.“ IV. „Ennfremur beinir þingið því til réttra aðila að við innkaup og innflutning efnivara til 36 iðnaðar, verði reynt eftir fremsta megni að flytja inn heppilegt efni og tryggja réttláta skipt- ingu þess innanlands, og verði í því haft samráð við samtök iðnaðarmanna." Flokkun lvúsa. Fi’á milliþinganefnd, frá 9. Iðnþingi var samþ. svohljóðandi ályktun: „Nefndin telur æskilegt, áður en málið verður endanlega afgi’eitt frá Iðnþinginu, að Lands- sambandsstjórninni verði falið að gefa öllum sambandsfélögum og byggingafulltrúum kost á að láta í ljós álit sitt á málinu, og verði svör þeii’ra síðan lögð til grundvallar við endanlega afgreiðslu málsins." Frumvarp til laga um iðnskóla. Breytingartillögur fræðslunefndar við frum- varp til laga um iðnskóla voru samþykktar lið fyrir lið. Þær voru engar verulegar, en flestar til sami’æmis við framkomin lög við fræðslu- kerfi þjóðai’innar. Handbækur. Svohljóðandi ályktun fræðslunefndar var sam- þykkt samhljóða: „Nefndin lítur svo á, að fi’amkvæmdir Sam- bandsstjórnar um útgáfu og undirbúning 'hand- bóka fyrir iðnaðinn, eins og þeim er lýst í 8. lið skýrslu Landssambandsstjórnar stefni í rétta átt, enda beri að hi’aða þeim framkvæmd- um svo sem frekast er kostur. Ennfi’emur leggur nefndin til, að iðnþingið beini þeiri’i áskoi’un til Sambandsstjómar, að gjaldeyris- og innflutningsheimildir fáist fyrir erlendum handbókum fyrir iðnaðai’menn, og verði hún iðnaðai’mönnum til hjálpar og leið- beiningar um val og útvegun slíkx’a bóka.“ Iðnskóli í sveit. Iðnþingið lýsti sig algeiiega mótfallið frum- vai’pi um iðnskóla í sveit í því formi, sem það var lagt fyrir síðasta Alþingi í þingskjali 340, og skilaði fræðslunefndin ítaiiegu áliti um málið.

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.